26.03.2021
Uppskeru samstarfsverkefnis Menntaskólans á Ásbrú við Solid Clouds var fagnað síðastliðinn mánudag með verðlaunaafhendingu. Veitt voru verðlaun fyrir sex mismunandi matsþætti í leikjum nemenda sem eru á sinni fjórðu önn og hafa því fengið nær tveggja ára þjálfun í tölvuleikjagerð.
Lesa meira
24.03.2021
Vegna hertra sóttvarnarráðstafanna verður öllu skólahúsnæði Menntaskólans á Ásbrú og Keilis lokað frá og með fimmtudeginum 25. mars og færist öll kennsla á vegum skólans yfir í fjarnám um leið.
Lesa meira
10.03.2021
Forinnritun nemenda 10. bekkja í framhaldsskóla landsins fer fram á tímabilinu 8. mars - 13. apríl. Kynnið ykkur nám í tölvuleikjagerð til stúdentsprófs í nýjasta skóla landsins.
Lesa meira
24.02.2021
Áfanginn er inngangur að afbrotafræði, en fræðin er ein af undirgreinum félagsfræðinnar og styðst við aðferðir félagsvísinda til rannsókna á afbrotum og samfélagslegum viðbrögðum. Í þessum áfanga er sögu greinarinnar og nokkrum helstu hugtökum og kenningum gerð skil.
Lesa meira
09.02.2021
Ágúst Máni Jóelsson er á öðru ári á tölvuleikjabraut Menntaskólans á Ásbrú. Ágúst Máni frétti af náminu á YouTube en hann dreymir um að vinna við að skrifa söguheim tölvuleikja í framtíðinni.
Lesa meira
08.02.2021
Mennta- og menningarmálaráðuneytið veitir árlega einum íslenskum nemanda styrk til náms við Alþjóðlega menntaskólann. Skólinn á í samstarfi við Rauða krossinn og Norðurlöndin, sem eiga aðild að stofnun hans. Auglýst er eftir umsækjendum um skólavist á hverju ári. Þeir skulu hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16-18 ára.
Lesa meira
03.02.2021
Leikjastreymi Menntaskólans á Ásbrú fór fram á Twitch í gær, en þar prófuðu Lovísa Gunnlaugsdóttir, annars árs nemi á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð, og Sverrir Bergmann, stærðfræðikennari, leiki sem nemendur hafa gert í námi sínu við Menntaskólann á Ásbrú.
Lesa meira
03.02.2021
Mánudaginn 1. febrúar hófst annað samstarfsverkefni Menntaskólans á Ásbrú og íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds. Verkefnið er leikjadjamm (e. game-jam) annars árs nemenda á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð sem munu á þremur vikum hanna leiki sem þeir kynna fyrir starfsmönnum Solid Clouds og fá endurgjöf fyrir verkin.
Lesa meira
29.01.2021
Mánudaginn 1. febrúar hefst annað samstarfsverkefni Menntaskólans á Ásbrú og íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds. Verkefnið er leikjadjamm (e. game-jam) annars árs nemenda á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð sem munu á þremur vikum hanna leiki sem þeir kynna fyrir starfsmönnum Solid Clouds og fá endurgjöf fyrir verkin.
Lesa meira
21.01.2021
Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2021 er til 15. febrúar næstkomandi.
Lesa meira