Fara í efni

Fréttir

Skólahald eftir páskafrí

Slakað verður á samkomutakmörkunum í skólum eftir páska og getur staðnám hafist að nýju á öllum skólastigum með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Önnur lota vorannar Menntaskólans á Ásbrú fer nú aftur af stað og skólahald hefst að nýju í staðnámi þriðjudaginn 6. apríl, samkvæmt stundatöflu.
Lesa meira

Verðlaunaafhending fyrir Solid Clouds samstarfsverkefni

Uppskeru samstarfsverkefnis Menntaskólans á Ásbrú við Solid Clouds var fagnað síðastliðinn mánudag með verðlaunaafhendingu. Veitt voru verðlaun fyrir sex mismunandi matsþætti í leikjum nemenda sem eru á sinni fjórðu önn og hafa því fengið nær tveggja ára þjálfun í tölvuleikjagerð.
Lesa meira

Tilkynning frá Menntaskólanum á Ásbrú vegna hertra sóttvarnaraðgerða

Vegna hertra sóttvarnarráðstafanna verður öllu skólahúsnæði Menntaskólans á Ásbrú og Keilis lokað frá og með fimmtudeginum 25. mars og færist öll kennsla á vegum skólans yfir í fjarnám um leið.
Lesa meira

Forinnritun á tölvuleikjabraut til stúdentsprófs

Forinnritun nemenda 10. bekkja í framhaldsskóla landsins fer fram á tímabilinu 8. mars - 13. apríl. Kynnið ykkur nám í tölvuleikjagerð til stúdentsprófs í nýjasta skóla landsins.
Lesa meira

Afbrotafræði

Áfanginn er inngangur að afbrotafræði, en fræðin er ein af undirgreinum félagsfræðinnar og styðst við aðferðir félagsvísinda til rannsókna á afbrotum og samfélagslegum viðbrögðum. Í þessum áfanga er sögu greinarinnar og nokkrum helstu hugtökum og kenningum gerð skil.
Lesa meira

Fréttablaðið: Tölvuleikjaiðnaðurinn er stór

Ágúst Máni Jóelsson er á öðru ári á tölvuleikjabraut Menntaskólans á Ásbrú. Ágúst Máni frétti af náminu á YouTube en hann dreymir um að vinna við að skrifa söguheim tölvuleikja í framtíðinni.
Lesa meira

Nám í alþjóðlegum menntaskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneytið veitir árlega einum íslenskum nemanda styrk til náms við Alþjóðlega menntaskólann. Skólinn á í samstarfi við Rauða krossinn og Norðurlöndin, sem eiga aðild að stofnun hans. Auglýst er eftir umsækjendum um skólavist á hverju ári. Þeir skulu hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16-18 ára.
Lesa meira

Leikjastreymi MÁ

Leikjastreymi Menntaskólans á Ásbrú fór fram á Twitch í gær, en þar prófuðu Lovísa Gunnlaugsdóttir, annars árs nemi á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð, og Sverrir Bergmann, stærðfræðikennari, leiki sem nemendur hafa gert í námi sínu við Menntaskólann á Ásbrú.
Lesa meira

VF: Nemendur Menntaskólans á Ásbrú vinna verkefni í samstarfi við Solid Clouds

Mánudaginn 1. febrúar hófst annað samstarfsverkefni Menntaskólans á Ásbrú og íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds. Verkefnið er leikjadjamm (e. game-jam) annars árs nemenda á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð sem munu á þremur vikum hanna leiki sem þeir kynna fyrir starfsmönnum Solid Clouds og fá endurgjöf fyrir verkin.
Lesa meira

Samstarfsverkefni Menntaskólans á Ásbrú og Solid Clouds

Mánudaginn 1. febrúar hefst annað samstarfsverkefni Menntaskólans á Ásbrú og íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds. Verkefnið er leikjadjamm (e. game-jam) annars árs nemenda á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð sem munu á þremur vikum hanna leiki sem þeir kynna fyrir starfsmönnum Solid Clouds og fá endurgjöf fyrir verkin.
Lesa meira