Fara í efni

Skólahald eftir páskafrí

Slakað verður á samkomutakmörkunum í skólum eftir páska og getur staðnám hafist að nýju á öllum skólastigum með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. 
 
Önnur lota vorannar Menntaskólans á Ásbrú fer nú aftur af stað og skólahald hefst að nýju í staðnámi þriðjudaginn 6. apríl, samkvæmt stundatöflu. 
 
Samkomutakmarkanir í framhaldsskólum
 
  • Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 30.
  • Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella. 
  • Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma.
  • Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
Gildistími reglugerðarinnar er frá 1. apríl til og með 15. apríl. Nánari upplýsingar má finna hér.