Húsnæðissvið

Húsnæðissvið hefur yfirumsjón með skólabyggingum og nemendagörðum Keilis. Aðalbygging skólans er opin eins og hér segir:

 • Húsnæði skólans er opið kl. 7:45 - 16:00
 • Skrifstofa skólans er opin kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga

Fyrirspurnir og ábendingar er varða húsnæði Keilis eða Keilisgarða

 • Bókun og útleiga á stofum

  Hægt er að leigja stofur í aðalbyggingu Keilis frá minni kennslustofum í stærri fyrirlestrarsali sem taka allt að 160 manns í sæti eða 280 standandi gesti. 

  • Pöntun á stofu

   Pöntun stofa skal berast til Önnu Maríu Sigurðardóttur eða í síma 578 4000. Pöntun skal fylgja upplýsingar um greiðanda s.s. kennitölu, nafn, heimilisfang og tengilið.

  • Verðlisti fyrir leigu á stofum

   Gildir frá 23.10.2019

   Fjöldi sæta Grunngjald Hver klukkustund umfram tvær klst.
   20 - 40 sæti 10.000 4.000
   Allt að 160 sæti 30.000 10.000


   Veittur er magnafsláttur eftir fjölda daga sem bókaðir eru:

   • 5 dagar: 10%
   • 10 dagar: 15%
   • 20 dagar: 25%
   • 30 dagar og meira: 40%

    

   Verðdæmi     Afsláttur Verð alls
   20 - 40 sæti 2 klst 10.000 0 10.000
     8 klst 34.000 0 34.000
     5 dagar 170.000 17.000 153.000
     10 dagar 340.000 51.000 289.000
     20 dagar 680.000 170.000 510.000
     30 dagar 1.020.000 408.000 612.000
            
   140 - 160 sæti 2 klst 30.000 0 30.000
     8 klst 90.000 0 90.000
     5 dagar 450.000 45.000 405.000
     10 dagar 900.000 135.000 765.000
     20 dagar 1.800.000 450.000 1.350.000
     30 dagar 2.700.000 1.080.000 1.620.000

    

  • Upplýsingar og tækjabúnaður

   Stærsta skólastofa Keilis tekur allt að 160 manns í sæti eða 280 standandi. Tæknibúnaður er sýningartjald, skjávarpi, hljóðkerfi, hljóðnemi fyrir fyrirlesara, tússtafla, flettitafla, borðtalva með powerpoint og þráðlaust net með gestaaðgangi.

 • Keilisgarðar - Nemendaíbúðir Keilis

  Húsnæðissvið býður nemendum Keilis að leigja hagkvæmar tveggja herbergja íbúðir á Keilisgörðum. Íbúðirnar eru staðsettar á Keilisbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ og í göngufæri frá aðalbyggingu skólans. Nánari upplýsingar hér.