Fara í efni

Fréttir

Jöfnunarstyrkur fyrir nemendur Menntaskólans á Ásbrú

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2021 er til 15. febrúar næstkomandi.
Lesa meira

Kjarninn: Tölvuleikjahönnun næsti vaxtargeiri á Íslandi

Skólameistari Menntaskólans á Ásbrú og framkvæmdastjóri Keilis skrifa um tölvuleikjaiðnaðinn og þá möguleika sem í honum liggja.
Lesa meira

Verðlaunaafhending við lok samstarfsverkefnis CCP og MÁ

Í dag lauk samstarfsverkefni CCP við nemendur í tölvuleikjagerð við Menntaskólann á Ásbrú með verðlaunaafhendingu fyrir sex mismunandi matsþætti í leikjum nemenda. Sérfræðingar CCP hrósuðu nemendum fyrir vel unnin störf í lok verkefnisins og báru þeim kveðjuna að það hefði verið ánægjulegt að spila leikina þeirra.
Lesa meira

Innritun fyrir nám á vorönn 2021

Boðið verður upp á innritun fyrir nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð við Menntaskólann á Ásbrú á vorönn 2021. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla verður dagana 1. til 30. nóvember næstkomandi en námið hefst þann 4. janúar 2021.
Lesa meira

Samstarfsverkefni CCP og Menntaskólans á Ásbrú

Í dag fer af stað lokaverkefni annars árs nema á Stúdentsbraut í tölvuleikjagerð við Menntaskólann á Ásbrú. Lokaverkefnið er samstarfsverkefni milli skólans og tölvuleikjaframleiðandans CCP og er það í anda svokallaðra leikjadjamma (e. game-jam).
Lesa meira

Stafrænt leikjaherbergi

Forvitin um það hvernig leiki nemendur eru að gera hjá okkur? Prófaðu þá í stafræna leikjaherberginu okkar!
Lesa meira

Menntaskólinn á Ásbrú stígur varkár skref aftur til staðnáms

Nemendur á fyrsta ári á Stúdentsbraut í tölvuleikjagerð hafa verið boðaðir aftur í staðnám á Ásbrú á mánudag til fimmtudags í næstu viku. Nemendur á öðru ári munu stunda nám í fjarnámsaðstæðum.
Lesa meira

Menntaskólinn á Ásbrú opnar stafrænt leikjaherbergi

Menntaskólinn á Ásbrú í samstarfi við nemendur á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð hefur nú opnað stafrænt leikjaherbergi á vefsíðu sinni. Á hverjum föstudegi mun nýr leikur bætast í safnið á meðan framboð leyfir.
Lesa meira

Leiðbeiningar um notkun gríma

Grímuskylda hefur verið tekin upp við Menntaskólann á Ásbrú frá og með deginum í dag. Nemendur geta fengið grímur afhentar við aðalinngang og við kennslustofur, eða mætt með sínar eigin grímur kjósi þeir það. Hér er að finna leiðbeiningar um grímunotkun
Lesa meira

Grímuskylda í Menntaskólanum á Ásbrú

Í kjölfar tilmæla Almannavarna og samráðs við mennta- og menningarmálaráðuneyti mun grímuskylda vera í gildi í Menntaskólanum á Ásbrú frá mánudeginum 21. september þar til annað verður auglýst.
Lesa meira