Stúdentsbraut í tölvuleikjagerð
Fjarnámshlaðborð
-
Stúdentsbraut í tölvuleikjagerð
Stúdentsbraut í tölvuleikjagerð byggir á hagnýtum verkefnum með sterkum tengslum við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Markmið okkar er að bjóða upp á nám í tölvuleikjagerð sem svarar bæði ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki og áhuga ungs fólks á menntun til starfa í skapandi greinum.
-
Fjarnámshlaðborð
Menntaskólinn á Ásbrú býður upp á áfanga sem miðast við Aðalnámskrá framhaldsskólanna. Áfangarnir henta bæði öllum þeim sem þurfa að uppfylla ákveðnar forkröfur til náms innan annarra deilda Keilis og öðrum sem vantar einungis viðbótareiningar en stefna á nám utan Keilis. Áfangarnir eru einungis kenndir í fjarnámi og geta nemendur skráð sig og byrjað hvenær sem þeim hentar.
Fjarnámshlaðborð

Áfanginn er inngangur að afbrotafræði. Farið er í sögu greinarinnar, hugtök og kenningar. Áhersla er lögð á afbrotahegðun og refsingar.

Í áfanganum er farið í grunninn á bókhaldi og meginreglur tvíhliða bókhalds.

Áfanginn byggir á grunnskólahæfni nemenda og er lögð áhersla á að þjálfa færni nemendans í enskri málfræði, virkri hlustun, lesskilning og tjáningu.

Nemendur vinna með menningu og sögu í tilteknu enskumælandi samfélagi, venjur þar og siði. Unnið með lestur og ritun texta af fjölbreyttri gerð.

Í þessum grunnáfanga í eðlisfræði er farið yfir hreyfingu hluta eftir beinni línu, vigra í tvívíðu rúmi, kraftalögmál Newtons, orkuvarðveislu, skriðþunga, þrýsting og ljósgeislafræði.

Í áfanganum er farið í gildi fjármála fyrir einstaklinginn, fyrirtækið og samfélagið. Lögð verður áhersla á fjármálalæsi sem hagnýta fræðigrein.

Í áfanganum verður farið í verslunarreikning (jöfnur, hlutfalla-, prósentu og vaxtarreikning, verðtryggingu og gjaldeyri) og grunnþætti tölfræði (tíðni, gröf, miðsækni og dreifingu).

Þetta námskeið fjallar um heilbrigði og heilsu. Áhersla er lögð á heilsu og hin ýmsu heilsufarstengdu vandamál sem þekkjast í dag.

Í áfanganum er sálfræðin kynnt sem fræðigrein, upphaf hennar, eðli, saga, þróun, tengsl við aðrar fræðigreinar, helstu stefnur og grunnhugtök.

Viðfangsefni áfangans er íslenskt mál og bókmenntir, þar sem nemendur efla færni sína í lestri og réttritun, ásamt heimildaöflun.

Viðfangsefni áfangans er bókmenntasaga og bókmenntir fyrri alda; Eddukvæði, Íslendingasögur, lærdóms- og upplýsingaröld.

Í áfanganum verður fjallað um sögu kvikmyndanna, helstu tímabil, strauma og stefnur, þekkta framleiðendur, leikstjóra, leikara og leikkonur.

Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallar atriði hvað varðar líkamann og hvernig hann starfar, skipulag og efni líkamans, vefjagerðir og starfsemi þeirra.

Í áfanganum verður farið yfir helstu grundvallaratriði í líffæra- og lífeðlisfræði, svo sem hringrásarkerfið, öndunarkerfið, meltingarkerfið, þvagfærakerfið og æxlunarkerfið.

Í áfanganum er fjallað um orku- og næringarefni líkamans. Nemendur kynna sér vel almennar ráðleggingar um mataræði og hvernig þær eru notaðar.

Stærðfræðigrunnur er hugsaður sem þjálfunaráfangi og er sniðinn að þörfum þeirra sem vantar upp á grunninn til að geta hafið stærðfræðinám.

Í áfanganum er fjallað um mismunandi tegundir og sérkenni sýkla. Fjallað er um byggingu sýkla, umhverfisþætti er móta útbreiðslu sýkla, smitleiðir og helstu smitsjúkdóma.

Áfanginn fjallar um leit og notkun á fræðilegum upplýsingum, þar sem nemendur geti leitað sér að fræðilegum heimildum í leitarvélum, í bókum og í tímaritum.