Fara í efni

Keilir býður upp á áfanga sem miðast við Aðalnámskrá framhaldsskólanna. Áfangarnir henta bæði öllum þeim sem þurfa að uppfylla ákveðnar forkröfur til náms innan annarra deilda Keilis og öðrum sem vantar einungis viðbótareiningar en stefna á nám utan Keilis. Nánari upplýsingar.

Áfangar í fjarnámi - flettið < >

Sýklafræði (SÝKL2SS05)

Í áfanganum er fjallað um mismunandi tegundir og sérkenni sýkla, byggingu sýkla, umhverfisþætti er móta útbreiðslu sýkla, smitleiðir og helstu smitsjúkdóma. Fjallað um varnir líkamans gegn sýklum og hlutverk ónæmiskerfisins. Svo fá sýklalyf, smitgát og reglugerðir um smitvarnir nokkra umfjöllun.

Nánari upplýsingar

Upplýsingalæsi á tölvur og sjúkraskrár (UPPÆ1SR05)

Áfanginn fjallar um leit og notkun á fræðilegum upplýsingum. Áhersla verður lögð á að nemendur geti leitað sér að fræðilegum heimildum í leitarvélum, á alnetinu, í bókum og í tímaritum. Fjallað verður sérstaklega um sjúkraskrár, meðferð persónuupplýsinga, þagnarskyldu og varðveislu gagna.

Nánari upplýsingar

Afbrotafræði (FÉLA2AB05)

Áfanginn er inngangur að afbrotafræði. Farið er í sögu greinarinnar og nokkrum helstu hugtökum og kenningum gerð skil. Áhersla er lögð á afbrotahegðun og refsingar m.a. í tengslum við lagskiptingu og menningarkima.

Nánari upplýsingar

Bókfærsla I (BÓKF1IB05)

Í áfanganum er farið í grunninn á bókhaldi og meginreglur tvíhliða bókhalds. Fjallað er um grundvallarhugtökin eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Lögð er áhersla á  færni í að annast almennar færslur í dagbók, skilning á uppgjöri og að geta sett fram efnahags- og rekstrarreikning.

Nánari upplýsingar

Eðlisfræði (EÐLI2BY05)

Í þessum grunnáfanga í eðlisfræði er farið yfir hreyfingu hluta eftir beinni línu, vigra í tvívíðu rúmi, kraftalögmál Newtons, orkuvarðveislu, skriðþunga, þrýsting og ljósgeislafræði. Áhersla verður á skilning nemandans á efninu og að hann geti tengt það við raunveruleg vandamál.

Nánari upplýsingar

Enska á 2. þrepi (ENSK2LO05)

Áfanginn byggir á grunnskólahæfni nemenda. Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa færni nemendans í enskri málfræði, virkri hlustun, lesskilning og tjáningu bæði munnlega og skriflega á enskri tungu. Nemendur munu vinna sjálfstætt við fjölbreytileg verkefni í áfanganum. 

Nánari upplýsingar

Enska á 3. þrepi (ENSK3TG05)

Nemendur vinna með menningu og sögu í tilteknu enskumælandi samfélagi, venjur þar og siði. Unnið með lestur og ritun texta af fjölbreyttri gerð. Nemendur efla grunnorðaforða vísinda og fræða, tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. 

Nánari upplýsingar

Fjármálalæsi (FJÁR1FL05)

Í áfanganum er farið í gildi fjármála fyrir einstaklinginn, fyrirtækið og samfélagið. Lögð verður áhersla á fjármálalæsi sem hagnýta fræðigrein. Fjallað er m.a. um ábyrgð á sviði fjármála, tekjur, útgjöld, sparnað, lánamál, peningaáhyggjur, eðli peninga, fjármálastofnanir og ýmislegt fleira.

Nánari upplýsingar

Heilbrigðisfræði (HBFR1HH05)

Þetta námskeið fjallar um heilbrigði og heilsu. Áhersla verður lögð á heilsu og hin ýmsu heilsufarstengdu vandamál sem þekkjast í dag. Hugtakið heilbrigði verður skilgreint nánar. Farið verður yfir sögulega þróun heilbrigðisfræðinnar.

Nánari upplýsingar

Íslenska á 2.þrepi (ÍSLE2GA05)

Viðfangsefni áfangans er íslenskt mál og bókmenntir. Nemendur efla markvisst færni sína í lestri og réttritun. Nemendur afla sér heimilda og setja í samhengi við þær bókmenntir sem unnið er með hverju sinni, vinna með ólíka ritstíla og fá þjálfun í að þekkja ákveðin tímabil bókmenntasögunnar.

Nánari upplýsingar

Íslenska á 3. þrepi (ÍSLE3BF05)

Í áfanganum er viðfangsefnið bókmenntasaga og bókmenntir fyrri alda; Eddukvæði, Íslendingasögur, lærdóms- og upplýsingaröld. Áframhaldandi þjálfun nemenda í ritun og sköpun.

Nánari upplýsingar

Kvikmyndasaga (SAGA2KM05)

Í áfanganum verður fjallað um sögu kvikmyndanna, frá fyrstu verkum frumkvöðlanna til dagsins í dag. Fjallað verður um helstu tímabil, strauma og stefnur, þekkta framleiðendur, leikstjóra, leikara og leikkonur.

Nánari upplýsingar

Líffæra- og lífeðlisfræði 1 (LÍOL2BV05)

Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallar atriði hvað varðar líkamann og hvernig hann starfar. Farið er yfir skipulag líkamans og notkun á latneskum orðum yfir áttir og skipulag líkamans, farið yfir efni líkamans, flutningur á efnum milli frumna, vefjagerðir líkamans og starfsemi þeirra.

Nánari upplýsingar

Líffæra- og lífeðlisfræði 2 (LÍOL2IL05)

Í áfanganum verður farið yfir helstu grundvallaratriði í líffæra- og lífeðlisfræði. Farið verður yfir eftirfarandi líkamskerfi: Hringrásarkerfið, öndunarkerfið, meltingarkerfið, þvagfærakerfið og æxlunarkerfið.

Nánari upplýsingar

Næringarfræði (NÆRI1GR05)

Í áfanganum er fjallað um orku- og næringarefni líkamans. Nemendur kynna sér vel almennar ráðleggingar um mataræði og hvernig þær eru notaðar. Fjallað verður um alla fæðuflokkana, næringarinnihald þeirra og ráðleggingar tengdar þeim.

Nánari upplýsingar

Physics (EÐLI2GA05)

The course is a basic course in classical physics. Students practice finding and using the right physics tools to examine and understand the world around them. The course is only in english.

Further Information

Sálfræði (SÁLF2AA05)

Í áfanganum er sálfræðin kynnt sem fræðigrein, upphaf hennar, eðli, saga, þróun, tengsl við aðrar fræðigreinar, helstu stefnur og grunnhugtök. Fjallað er um starfssvið sálfræðinga og helstu undirgreinar.

Nánari upplýsingar

Skyndihjálp (SKYN2SÞ01)

Í þessum áfanga er farið í helstu atriði og viðbrögð við óvæntum slysum og veikindum. Áhersla er lögð á góðan skilning á efninu og færni í grunnendurlífgun og notkun hjartastuðtækja, meðhöndlun veikra og slasaðra.

Nánari upplýsingar

Stærðfræði (STÆR2HS05)

Í áfanganum verður farið í verslunarreikning (jöfnur, hlutfalla-, prósentu og vaxtarreikning, verðtryggingu og erlendan gjaldeyri) og grunnþætti tölfræði (tíðni, gröf, miðsækni og dreifingu). Nemendur læra að nota töflureikni við útreikning og úrvinnslu gagna. 

Nánari upplýsingar

Stærðfræðigrunnur - Undirbúningsnámskeið

Stærðfræðigrunnur er hugsaður sem þjálfunarnámskeið og er sniðinn að þörfum þeirra sem vantar upp á grunninn til að geta hafið stærðfræðinám. Hann hentar því öllum þeim sem óska eftir upprifjun eða aukaefni í stærðfræði.

Nánari upplýsingar

Íslenska - nútímabókmenntir (ÍSL3NB05)

Nemendur lesa íslenska bókmenntatexta 20. og 21. aldar. Þeir fá þjálfun í að greina og túlka smásögur, skáldsögur og ljóð, tengja textana við bókmenntastefnur og setja þá í samhengi við ritunartíma og samtíma.

Nánari upplýsingar

Senda inn fyrirspurn

Safnreitaskil

 

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um Fjarnámshlaðborðið þá vinsamlegast fylltu út formið hér fyrir neðan og við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Safnreitaskil