Keilir býður nemendum með sértæka námsörðugleika velkomna til náms í skólanum. Skólinn leggur áherslu á að veita nemendum sérstaka þjónustu til að ná árangri í námi. Helstu úrræði sem i boði eru:
Fátt mannlegt er náms- og starfsráðgjafanum óviðkomandi. Hann ber virðingu fyrir þér sem persónu og hlustar af athygli. Hann segir þér ekki hvað þú átt að gera en aðstoðar þig við að finna þínar leiðir.
Náms-og starfsráðgjöf skólans hefur yfirumsjón með sérúrræðum og skal nemandi sem óskar eftir slíku gefa sig fram við námsráðgjafa. Vegna allra sérúrræða skal nemandi skila inn greiningu eða vottorði frá þar til bærum aðila.
Ef um sérúrræði á námstíma er að ræða, þarf að skila viðeigandi gögnum strax í fyrstu kennsluviku. Ef um sérúrræði í prófum er að ræða skal skila í síðasta lagi mánuði fyrir próf svo hægt sé að útbúa samning um úrræði. Sé gögnum skilað eftir þennan tíma er ekki öruggt að náist að ganga frá sérúrræðum. Því er áríðandi að nemendur virði þessi tímamörk.
Það er mikilvægt að tileinka sér góðar námsvenjur og að hver og einn átti sig á námsvenjum sínum. Námstækni er ákveðið hjálpartæki sem auðveldar nemendum að tileinka sér nýja þekkingu. Góð námstækni veitir nemendum aðhald og er tæki til tímasparnaðar. Sjálfsagt er að nota áfram þær námsaðferðir sem reynst hafa vel, en endurskoða þær sem betur mega fara. Mikilvægt er að taka lítil skref og ætla sér ekki of miklar breytingar í einu.
Gott skipulag, markmiðssetning og jákvætt hugarfar er grunnurinn að góðri námstækni.
Í kennslustund er mikilvægt að fylgjast vel með og reyna að taka niður góðar glósur. Þess ber þó að gæta að skrifa ekki allt of mikið niður á kostnað hlustunar og skilnings.
Svokölluð Cornell - glósuaðferð hefur nýst mörgum mjög vel. Hún felst í því að þú skiptir blaðsíðunni niður eftir endilöngu í tvo dálka. Í hægri dálkinn skrifar þú nokkuð ítarlegar glósur í eigin orðum, en í þann vinstri skrifar þú lykilorð.
Ein óskilvirkasta aðferðin við lestur námsbóka er að lesa án þess að vinna neitt frekar með efnið. Þegar verið er að lesa yfir námsefnið er gott að hafa eftirfarandi í huga.
Þeir sem skipuleggja tíma sinn vel gengur yfirleitt vel í námi. Í hverri viku eru 168 klukkustundir. Það er að miklu leyti undir okkur sjálfum komið hvernig við notum þann tíma. Hvernig við nýtum tímann er oft vani sem getur reynst erfitt að breyta. Því er nauðsynlegt að byrja á því að athuga hvernig við notum tímann áður en við gerum áætlun um hvernig við ætlum að nýta hann.
Próftímabil einkennast af miklu álagi sem nemendur valda misvel. Bætt vinnubrögð og árangursrík námstækni geta dregið úr álagi í námi og á próftímabilum og komið í veg fyrir streitu og kvíða. Mjög mikilvægt er að vera búin að lesa allt efnið jafnt og þétt yfir önnina, þannig að prófundirbúningurinn felist fyrst og fremst í upprifjun og skipulagsvinnu.
Að velja rétt nám og starf getur verið erfitt fyrir marga. Náms- og starfsráðgjafi Keilis veitir upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði við skólann og aðstoðar fólk við val á námi og starfi.
Hægt er að ná í námsráðgjafa með því að: