Fara í efni

Umhverfisstefna

 
Keilir hefur umhverfismál á stefnuskrá sinni, með sjálfbæra þróun og vernd umhverfisins að leiðarljósi. Þannig mætir Keilir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða. Í skólanum starfar umhverfishópur og lögð er áhersla á að skólinn setji sér skýr markmið í umhverfismálum. Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi Keilis til að draga úr álagi á umhverfið, auka gæði og vekja áhuga á innra umhverfisstarfi. Stefnan tekur til allrar starfsemi Keilis þar með talið mötuneytis, ræstingar og á einnig við um innkaup, vinnuumhverfi, notkun auðlinda og meðferð efna og úrgangs.
  • Keilir leggur áherslu á heilnæmt og snyrtilegt umhverfi skólans.
  • Markvisst er stefnt að því að starfsemi og rekstur skólans sé svo umhverfisvænn sem kostur er.
  • Sett eru upp markmið sem vinna skal að til að ytra og innra umhverfi skólans sé ávallt til fyrirmyndar hvað umhverfismál og umhverfisfræðslu varðar.
  • Skólinn setur sér það markmið að fylgjast ávallt með nýjungum á sviði umhverfismála og miðla þekkingu til nemenda og starfsfólks á markvissan hátt.
  • Umhverfisstefna skólans skal vera einföld og skýr og skal birt á vef skólans.

Markmið

  • Að fylgja settum lögum og reglugerðum um umhverfisvernd og setja markmið til að ná þeim.
  • Að skapa Keili gott orðspor á sviði umhverfismála og vera fyrirmynd í þeim efnum.
  • Að bjóða upp á fræðslu um umhverfismál og útskrifa nemendur sem eru meðvitaðir um umhverfismál.
  • Að virkja nemendur og starfslið skólans til þátttöku í umhverfismálum.
  • Að taka fyrir ákveðin verkefni sem snerta umhverfismál á degi umhverfisins ár hvert.
  • Að taka fyrir ákveðna efnisþætti og gera nemendum og starfsfólki grein fyrir þeim.
  • Að taka þátt í sameiginlegum umhverfisverkefnum með öðrum skólum.
  • Að meta árangur í umhverfismálum í skólanum, að gera sýnilegt það sem vel er gert og leita leiða til úrbóta á því sem betur má fara.
  • Að vera í farabroddi í umhverfismálum og fylgjast með framförum Reykjanesbæjar í þeim málaflokki.

 Staðan í umhverfismálum Keilis

  • Við skólann vinnur áhugasamt fólk um umhverfismál.
  • Umhverfisnefnd Keilis – HULK var stofnuð árið 2012 og hefur þróast yfir í Umhverfishóp sem áhugasamt starfsfólk skráir sig í til tveggja ára í senn.
  • Frá stofnun Keilis hefur pappírs tunnan verið notuð af starfsfólki og nemendum.
  • Sorp er flokkað og sérmerktum ruslatunnum hefur verið komið fyrir víðs vegar um skólann.
  • Kassar fyrir skrifstofupappír eru víða á skrifstofunni.
  • Ruslafötur hafa verið fjarlægðar frá skrifborðum og úr kennslustofum.
  • Flöskum og dósum er komið í endurvinnslu.
  • Umhverfisstefna Keilis er upphaflega byggð á tillögum um umhverfisstefnu í ríkisrekstri sem Umhverfisráðuneytið gaf út 1997 og samþykktar voru í ríkisstjórn 1997. Umhverfisstefnan hefur verið endurskoðuð reglulega og núna síðast út frá leiðbeiningum um innleiðingu grænna skrefa frá Umhverfisstofnun.
  • Öll spilliefni eru flokkuð frá öðru sorpi og þeim komið í spilliefnamóttöku. Dæmi um spilliefni eru prentvökvi, rafhlöður, málning og leysiefni.

 Helstu verkefni

  • Að hafa allan húsbúnað og búnað til vinnu og starfsaðstöðu í fullkomnu lagi svo öryggi og hreinlæti sé hvergi ábótavant.
  • Að fylgjast með orkunotkun, stilla ofnkrana og loftræsa svo orkunotkun til upphitunar verði sem hagkvæmust. Stuðla skal að sem hagkvæmastri lýsingu í húsnæði skólans utan sem innan.
  • Að gera umhverfisvæn innkaup eftir því sem mögulegt er hverju sinni. Taka skal tillit til kostnaðar og gæða vegna förgunar umbúða og mengunar við framleiðslu vörunnar eftir því sem við verður komið.
  • Að nýta umhverfisvæn hreingerningarefni eftir því sem hægt er.
  • Að flokka úrgang og stefna að því að aðeins 5-10% fari sem almennt sorp til förgunar, öðru sé skilað sem hráefni til endurnýtingar og endurvinnslu.
  • Að safna lífrænum úrgangi til moltugerðar.
  • Að allur óskila fatnaður og skór fari til líknarfélaga svo sem Rauða krossins, Hjálpræðishersins og Mæðrastyrksnefndar. Einnig er haldinn reglulega skiptifata markaður meðal starfsfólks.
  • Drykkjarumbúðir, pappír, fernur, gler, málmar og timbur fari í endurvinnslu og lögð sé áhersla á að tyggigúmmí sé úrgangur sem eigi að fara í almennt sorp.
  • Að skýrar merkingar og leiðbeiningar um umferð og umgengni innan húss og utan séu sýnilegar, þar á meðal merkingar um að óæskilegt sé að láta bifreiðir ganga í lausa gangi. Gönguleiðir séu greiðar og hjólastæði næg fyrir hjólandi vegfarendur.

Senda ábendingu um efni síðu