Keilir býður upp á áfanga sem miðast við Aðalnámskrá framhaldsskólanna. Áfangarnir henta bæði öllum þeim sem þurfa að uppfylla ákveðnar forkröfur til náms innan annarra deilda Keilis og öðrum sem vantar einungis viðbótareiningar en stefna á nám utan Keilis. Áfangarnir eru einungis kenndir í fjarnámi og geta nemendur skráð sig og byrjað hvenær sem þeim hentar. Hver og einn vinnur áfangann svo á sínum hraða og getur leitað til kennara eins og þarf.