Fara í efni

Jafnréttisáætlun

Við Keili skal ríkja jafnrétti og gagnkvæm virðing meðal starfsfólks og nemenda og skulu allir njóta sanngirni og jafnra tækifæra. Í jafnréttisáætlun þessari skal tryggt að starfsmönnum sé ekki mismunað vegna kyns, aldurs, þjóðernis, kynþáttar, fötlunar eða kynhneigðar og koma í veg fyrir mismunun eða áreiti á grundvelli þessa eða annarra óviðkomandi þátta. Áætlunin á að stuðla að því að allir innan Keilis séu virtir og metnir að verðleikum og á eigin forsendum og að hæfileikar og mannauður verði sem best nýttur.

Jafnréttisáætlun Keilis er í samræmi við 18. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu um jafnan rétt karla og kvenna, lögum nr. 59/1992 um jafna stöðu fatlaðs fólks og lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Jafnréttisáætlun þessi innifelur einnig jafnlaunastefnu skólans.

Ábyrgð og framkvæmd

Allir stjórnendur skólans eru ábyrgir fyrir framgangi jafnréttismála og framkvæmd og eftirfylgni jafnréttisáætlunar. Sérstök jafnréttisnefnd fylgist með framgangi jafnréttisáætlunar og skal í febrúar ár hvert taka út og birta skýrslu um stöðu jafnréttismála innan skólans og áætlaðar aðgerðir. Jafnréttisnefnd er kjörin af framkvæmdastjórn og skulu þar sitja þrír aðilar, tveir fulltrúar starfsfólks og einn fulltrúi nemenda. Nemandinn kemur að þeim þáttum er varða nemendur.

Áætlun um aðgerðir til að framfylgja jafnréttisstefnu

1.0. Starfsfólk

Öllum kynjum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir öll kyn. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun.

Starfsmönnum skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo (19. gr. laga nr. 10/2008).

1.1 Staða og kjör kynjanna

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að öll kyn fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Marka stefnu í jafnlaunamálum. Stefnan kynnt fyrir starfsfólki.

Framkvæmdastjóri Keilis

31.des. 2022
Greina laun og fríðindi starfsmanna til að kanna hvort um kynbundinn launamun er að ræða.

Framkvæmdastjóri Keilis

Leiðrétta laun ef fram kemur óútskýranlegur munur á launum kynjanna.

Framkvæmdastjóri Keilis

Jafnlaunavottun

Framkvæmdastjóri Keilis

Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið öllum kynjum (sbr 20. gr. laga nr. 10/2008; 8. gr. laga nr. 86/2018)

Ef úttekt á kynjahlutfalli starfsfólks leiðir í ljós að á eitt kynið hallar, mun skólinn leggja áherslu á að jafna hlut kynjanna. Haft verður í huga hvaða kröfur eru gerðar til umsækjenda, hvernig starfsauglýsingar eru orðaðar og hvar er auglýst eftir starfsfólki.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að laus störf hjá Keili standi opin öllum
kynjum.

Samantekt kynjahlutföllum í öllum starfshópum.

Framkvæmdastjóri Keilis

Alltaf þegar starf er auglýst laust til umsóknar

Samantekt yfir auglýst störf og ráðningar

Framkvæmdastjóri Keilis

Að jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópum

Öll kyn hvött til að sækja um laus störf

Framkvæmdastjóri Keilis

Kynjahlutföll starfsmanna eftir starfaflokkum

Starfaflokkur

Samtals

Fjöldi kk.

Fjöldi kvk.

Fjöldi hlutlaust / hán

Hlutfall kk.

Hlutfall kvk.

Hlutfall hlutlaust / hán

Kennarar

11

6

5

0

55%

45%

0

Stoðþjónusta

18

8

10

0

44%

55%

0

Stjórnendur

7

2

5

0

29%

71%

0

Stjórnendur Keilis munu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að öll kyn njóti sömu möguleika til símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf. (Sbr. 20. gr. laga nr. 10/2008)

Keilir lítur á það sem sjálfsagðan hlut í starfsemi stofnunarinnar að senda starfsmenn sína á námskeið. Einn liður í jafnréttisáætluninni er að tryggja að öll kyn standi þar jafnt að vígi.

1.2 Laus störf, starfsþjálfun, símenntun

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Laus störf standi öllum kynjum til boða.

Komi fram í öllum starfsauglýsingum.

 

Framkvæmdastjóri Keilis

Í öllum starfsauglýsingum.

Sæki tveir jafnhæfir einstaklingar um starf við skólann, skal velja einstakling af því kyni sem hallar á.

Þegar ráðið er í nýtt starf.

Að tryggja að starfsþjálfun og símenntun sé aðgengileg öllum kynjum.

Árleg greining á sókn kynjanna í sambærilegum störfum í starfsþjálfun og símenntun.

Framkvæmdastjóri Keilis

Lokið í maí ár hvert fyrir yfirstandandi skólaár.

Hvetja starfsmenn, ef fram kemur munur á sókn kynjanna, í símenntun og starfsþjálfun.

Að tryggja að öll kyn hafi jafna möguleika í ráð og nefndir á vegum skólans.

Hafa í huga kynjahlutföll þegar skipað er í nefndir og ráð.

Framkvæmdastjóri Keilis

Alltaf þegar skipað er í nefndir og ráð.

1.3 Samræming fjölskyldu- og atvinnulífrs

Keilir gerir nauðsynlegar ráðstafanir til að gera kynjunum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa atvinnulífs, þar með talið að starfsmönnum sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna. (Sbr. 21. gr. laga nr. 10/2008)

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að vera fjölskylduvænn vinnustaður.

Kynna stefnu stofnunarinnar hvað varðar samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.

Framkvæmdastjóri Keilis

Kynning í september ár hvert.

Að hafa kerfi sveigjanlegs og fyrirsjáanlegs vinnutíma.

Skóladagatal (starfsdagatal) segi fyrir um starfstíma skólaársins.

Árlega í maí fyrir komandi skólaár.

Leitast við að hafa stundatöflu kennara sem hagkvæmasta miðað við fjölskylduhagi.

Stundatöflugerð.

Deildastjórar

Árlega í desember og ágúst.

Leitast við að hafa eins sveigjanlegan vinnutíma og mögulegt er miðað við starfsemi stofnunarinnar fyrir alla starfsmenn.

Fara yfir vinnuskyldu, viðveru og vinnutíma með öllum starfsmönnum.

 

Framkvæmdastjóri Keilis/deildastjórar

Árlega í starfssamtali í apríl.

Þróa fjarvinnu þar sem því verður við komið.

Þróa tækninotkun og samstarfshæfni fjarvinnu.

Framkvæmdastjóri Keilis/deildastjórar

Stöðugt, farið yfir á fagfundum á hausti og vori.

Keilir telur jafna ábyrgð beggja foreldra afar mikilvæga. Öll kyn eru hvött til að nýta rétt sinn til töku fæðingarorlofs og vera heima hjá veiku barni til jafns við aðra foreldra. (Sbr. 21. gr. Laga nr. 10/2008)

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að öll kyn nýti sér þann rétt sem þau eiga varðandi foreldra- og fæðingarorlof og leyfi vegna veikinda barna.

Kynna fyrir starfsfólki og þá sérstaklega verðandi foreldrum, réttindi og skyldur sem það hefur gagnvart vinnustaðnum.

Framkvæmdastjóri Keilis

Kynning í september
ár hvert.

1.4 Stjórnendur

„Ef yfirmaður er kærður vegna ætlaðs kynbundins ofbeldis, kynbundinnar eða kynferðislegrar áreitni verður hann vanhæfur til að taka ákvarðanir í tengslum við starfsskilyrði kæranda meðan meðferð málsins stendur yfir og skal þá næsti yfirmaður taka slíkar ákvarðanir.“ (22. gr. laga nr.10/2008)

1.5 Húsnæði

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Aðgengileg salerni fyrir öll kyn í starfsmannarými.

Aðgengi að kynlausum salernum.

Framkvæmdastjóri Keilis

Í lok janúar 2021

2.0 Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni 

Keilir gerir sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir [kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni] í skólastarfi og félagslífi á vegum skólans. (Sbr. 22. gr. laga 10/2008)

Keilir gerir sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemendur og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólanum eða starfsemi á vegum hans.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að sinna fræðslu og upplýsingagjöf svo minnka megi áhættuna á því að nemendur og starfsfólk skólans verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og / eða kynferðislegri áreitni.

Allt starfsfólk og nemendur skólans fái fræðslu um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni.

Náms- og starfsráðgjafi og framkvæmdastjóri Keilis.

Lokið árlega í september og síðan fylgt eftir allt skólaárið.

Að í skólanum sé til forvarnar og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Forvarnar- og viðbragðsáætlunin kynnt fyrir öllum nemendum og öllu starfsfólki.

Að starfsfólk og nemendur skólans viti hvert skal leita ef það verður fyrir eða verður vitni að kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og / eða kynferðislegri áreitni.

Í forvarnar- og viðbragðsáætluninni kemur skýrt fram hvert skal leita ef slík mál koma upp.

Staða nemenda könnuð í nemendakönnun.

Eineltisáætlun Keilis

3.0 Nemendur

Málefni tengd nemendum sem ekki koma fram í öðrum köflum þessarar stefnu.

3.1 Félagslíf nemenda á stúdentsbrautum

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Gæta skal þess að nemendur af öllum kynjum hafi jöfn tækifæri til að sitja í nefndum og ráðum á vegum skólans og nemendafélags hans.

Yfirfara skipanir í ráð og nefndir nemenda. Yfirfara tillögur um þá nemendur sem koma fram fyrir hönd skólans.

Nemendaráð. Félagsmálafulltrúar. Skólameistari.

Þegar skipað er í ráð og nefndir nemenda.

Gæta skal þess að nemendur af öllum kynjum hafi jöfn tækifæri til að koma fram fyrir hönd skólans í keppnum, kynningum, nefndum og ráðum annarra.

Yfirfara skipanir þeirra sem koma fram fyrir hönd skólans.

Nemendaráð. Félagsmálafulltrúar. Skólameistari.

Þegar nemendur eru fengnir til að koma fram fyrir hönd skólans eða nemenda hans.

3.2 Húsnæði

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Aðgengileg nemendasalerni fyrir öll kyn.

Aðgengi að kynlausum salernum.

Framkvæmdastjóri Keilis

Lok janúar 2021.

4.0 Menntun og skólastarf

Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skólanum, þar á meðal íþrótta- og tómstundastarfi. Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu öll kyn hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf. (23. gr. laga nr. 10/2008)

4.1 Nám og kennsla

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun, áætlanagerð og kennslu í skólanum.

Stjórnendur og kennarar sæki námskeið í samþættingu jafnréttis- og kynjasjónarmiða

Náms- og starfsráðgjafi, deildastjórar

Fræðsluerindi annað hvert ár. (Næsta erindi fer fram árið 2022)

Samsetning kynja komi fram í ársskýrslu skólans.

Deildastjórar

Árlega í mars.

Nemendur fái fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. er lögð áhersla á að búa öll kyn undir jafna þátttöku í samfélaginu.

Jafnréttisfræðsla verði samþætt inn í allar námsgreinar sbr. grunnþætti menntunar úr námskrá framhaldsskóla.

Deildastjórar

September ár hvert.

Kennslu- og námsgögn skólans skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað.

Námsefni hvers áfanga yfirfarið m.t.t. jafnréttis.

Kennarar, deildastjórar

Í janúar og ágúst.

4.2 Náms- og starfsráðgjöf

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Markvisst unnið gegn kynbundnu náms- og starfsvali.

Náms- og starfsfræðsla með áherslu á að vinna gegn neikvæðum staðalmyndum um hlutverk kvenna og karla.

Náms- og starfsráðgjafi.

Í mars og október ár hvert í tengslum við valtíma nemenda. Á öllum kynningum um námsframboð skólans.

Nemendur hljóti fræðslu og ráðgjöf varðandi nám og störf óháð kyni.

Náms- og starfsráðgjöf við nemendur taki mið af meðvitund um kynbundna félagsmótun í námvali.

Náms- og starfsráðgjafi

September ár hvert.

5.0 Eftirfylgni

Árlega er farið yfir niðurstöður allra verkefna sem koma fram í stefnu þessari og þær kynntar fyrir starfsfólki skólans. Hvað gekk vel og hvað má betur fara til að líkur séu á raunverulegum árangri til lengri tíma.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að jafnréttisáætlunin skili tilætluðum árangri.

Viðhorfskönnun meðal starfsfólks með tilliti til verkefna áætlunarinnar.

Jafnréttisteymi

Lokið í apríl annað hvert ár þegar árið endar á sléttri tölu.

Jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skólans skal endurskoða á þriggja ára fresti.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að jafnréttisáætlunin sé í sífelldri þróun eins og önnur stefnumótun.

Vinna tillögu að nýrri jafnréttisáætlun á grundvelli reynslu, verkefna og niðurstaðna kannana.

Jafnréttisteymi, framkvæmdastjóri Keilis.

Lokið tveim mánuðum áður en gildistími eldri áætlunar rennur út.

Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Eftirlitinu er m.a. sinnt með reglulegri innköllun jafnréttisáætlana frá fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri.

Jafnréttisáætlun Keilis tók gildi 1.janúar 2021 og gildir til 1.janúar 2024 Áætlunin verður endurskoðuð á þriggja ára fresti, næst vorið 2024.

Endurskoðun og uppfærslur áætlunarinnar eru í höndum þverfaglegs jafnréttisteymis Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs sem starfar í umboði framkvæmdastjórnar.

1.febrúar 2021

fh. framkvæmdastjórnar Keilis

Nanna Kristjana Traustadóttir

Skólameistari Menntaskólans á Ásbrú

Senda ábendingu um efni síðu