Fara í efni

Keilisgarðar

Húsnæðissvið hefur í gegnum árin boðið nemendum Keilis, og öðrum sem vilja, að leigja hagkvæmar íbúðir á Keilisgörðum, bæði tveggja herbergja og herbergi með sameiginlegri eldunar- og hreinlætisaðstöðu. Íbúðirnar eru staðsettar á Keilisbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ og í göngufæri frá aðalbyggingu skólans. 

Í haust munum við hætta leigustarfsemi og getum því ekki boðið lengri samninga en til 31. október. Blokkin er nú fullsetin en í lok vetrar er alltaf einhver hreyfing og því hvetjum við þá sem vantar húsnæði, þó ekki sé nema í sumar og fram á haustið, að senda inn umsókn. Við munum skrá alla niður á biðlista í réttum forgangi út frá dagsetningu umsóknar og hafa samband við þá sem eru efstir á lista ef íbúð losnar.

Senda inn umsókn

Þessi deilda (Íbúð A) | 1 herbergi, 22 m² og sameiginlegt svæði, 18 m²

Íbúðareining með tveimur stökum herbergjum og sameiginlegri eldunaraðstöðu og baðherbergi

Verð: 83.000 kr. á mánuði

Þessi stóra (Íbúð B) | 2 herbergi, 62 m².

Íbúðin er með stofu og eldunaraðstöðu og sér svefnherbergi. Rafmagn og hiti eru innifalin í verði.

Verð: 152.000 kr. á mánuði

Þessi sameinaða (Íbúð C) | 2 herbergi, 62 m².

Íbúðareining með eldhúsi og tveimur stökum herbergjum, leigð sem lítil íbúð og er þá annað herbergið notað sem stofa. Rafmagn og hiti eru innifalin í verði.

Verð: 152.000 á mánuði

Frekari upplýsingar

Fyrir væntanlega leigjendur eru sett skilyrði um hreina skuldastöðu og krafist er eins mánaðar innborgunar sem tryggingu í formi bankagreiðslu. Íbúar Keilisgarða geta sótt um húsaleigubætur til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og má nálgast upplýsingar um það ferli hér.  Leigusamningurinn skráður stafrænt í þeirra kerfi, samkvæmt nýjustu breytingum á lögum um húsaleigur nr. 36/1994 (1. janúar 2023) þar sem m.a. kemur fram að skylt sé að skrá leigusamning um íbúðarhúsnæði í húsnæðisgagnagrunn HMS.

Hafa samband