Fara í efni

Verðlaunaafhending fyrir Solid Clouds samstarfsverkefni

Stefán Ingi, Stubbur, Styrmir og Aron Birgir hlutu verðlaun fyrir bestu tæknilegu upplifunina með le…
Stefán Ingi, Stubbur, Styrmir og Aron Birgir hlutu verðlaun fyrir bestu tæknilegu upplifunina með leik sínum Hideout

Uppskeru samstarfsverkefnis Menntaskólans á Ásbrú við Solid Clouds var fagnað síðastliðinn mánudag með verðlaunaafhendingu. Veitt voru verðlaun fyrir sex mismunandi matsþætti í leikjum nemenda sem eru á sinni fjórðu önn og hafa því fengið nær tveggja ára þjálfun í tölvuleikjagerð.

Sérfræðingar Solid Clouds prófuðu leiki nemenda og völdu í kjölfarið verðlaunaflokkana og sigurvegara þeirra. Verðlaun fyrir bestu leikjahönnunina hlutu Hrafnkell, Hrefna og Jón Ingi fyrir leikinn Sword of Sakura. Þá hlutu Stefán Ingi, Stubbur, Styrmir og Aron Birgir verðlaun fyrir bestu tæknilegu upplifunina með leik sínum Hideout sem er fyrsti fjölspilunarleikurinn (e. multiplayer game) sem gerður er við skólann. Og að lokum hlaut leikurinn Sparphlnar verðlaun fyrir bestu leikjaupplifunina en hann var gerður af þeim Adrian, Þórð og Kristjáni Alex.  Í verðlaun hlutu nemendurnir miða í VR flóttaleiki í Smárabíó og Cable Guys stuttur sem geta haldið á síma eða stýripinna.  

Í tilefni af þessari uppskeru og komandi páskafríi höfum við ákveðið að bæta leikjunum við úrvalið í leikjaherberginu okkar og eru þeir allir þegar aðgengilegir þar.  

Þá er vert að minna á að forinnritun 10. bekkinga á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð er í fullum gangi á vef Menntagáttar og stendur hún yfir til 13. apríl. Ásókn í námið er mikil og hvetjum við áhugasama því til að sækja um  tímalega. Vakni einhverjar spurningar er alltaf hægt að hafa samband við námsráðgjafana okkar þau Þóru og Skúla