Fara í efni

Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ

 

Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeildar Háskóla Íslands fyrir læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði var fyrst haldið á vordögum árið 2003. Kennsluefnið hefur verið unnið jafnt og þétt síðan þá, og kyrfilega meitlað í takt við áherslur og spurningar fyrri inntökuprófa. Að námskeiðinu kemur breiður og öflugur hópur kennara. 

Námskeiðinu má skipta í fjóra hluta:

 • Við skráningu fá þátttakendur aðgang að moodle kennslukerfinu sem inniheldur mikið magn af æfingaefni og upptökur af fyrirlestrum.
 • Handbók námskeiðsins, sem við köllum Biblíu Inntökuprófsins má nálgast í kynningarfyrirlestrum, stoðtímum og á skrifstofu Keilis. Mögulegt er að fá handbókina senda í pósti á kostnaðarverði (1700 kr) með því að senda tölvupóst á keilir@keilir.net.
 • Skipulögð dagskrá hefst í janúar með vikulegum stoðtímum sem standa fram í apríl. Stoðtímar skiptast í fyrri hluta og seinni hluta. Fyrri hlutinn er notaður í fyrirlestur og seinni hlutinn oftast í dæmatíma þar sem kennarar og læknanemar ganga um salinn og aðstoða við úrlausn verkefna.
 • Vorfyrirlestrar hefjast svo í lok maí og standa fram að Inntökuprófi Læknadeildar HÍ.

Undanfarin ár hafa nemendur verið beðnir um að leggja á það dóm, í síðasta tíma námskeiðsins, hvort þeir teldu að námskeiðið hefði aukið líkur þeirra á að komast í gegnum inntökuprófið. Að meðaltali hefur þessi spurning fengið tæplega 10 í einkunn af 10 mögulegum.

Athugið að námskeiðið er ekki á vegum Læknadeildar Háskóla Íslands og bera þátttakendur sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í inntökuprófið sjálft og greiða fyrir það.

Dagskrá stoðtíma vor 2022

Vikulegir stoðtímar hefjast miðvikudaginn 12.janúar 2022 og standa til og með 6.apríl 2022. Tímarnir eru kl. 17:30-19:30.

Vegna samkomutakmarkana höfum við ákveðið að tímarnir í janúar fari fram á Teams og svo verður það endurskoðað út frá gildandi reglum. Nánari upplýsingar um það verða sendar til þátttakenda námskeiðsins þriðjudaginn 11.janúar.

Stoðtímar skiptast í fyrri hluta og seinni hluta. Fyrri hlutinn er klukkutíma fyrirlestur og seinni hlutinn yfirleitt dæmatími úr efni fyrirlestursins. Í einhverjum tilvikum er þó annað efni seinni hlutann. Kennarar námskeiðsins sjá um fyrirlestra og læknanemar sjá um seinni klukkutímann ásamt kennaranum. Dagskráin er birt hér, með fyrirvara um breytingar. 

 • 12. janúar – Líffræði I
  Farið verður yfir efni NÁT103 (vítamín, efni líkamans, sveim, frumur, vefi, efnaskipti og orkubúskap, æxlun, flokkun og vistfræði). 

 • 19. janúar – Efnafræði I
  Í fyrsta efnafræðistoðtímanum verður lögð megináhersla á lotukerfið, mólreikning og efnajöfnur. Þetta eru grunnatriði efnafræðinnar sem allir verða að hafa á hreinu. 

 • 26.janúar – Stærðfræði I
  Farið verður yfir helstu atriði STÆ103 og STÆ203 (jöfnur, algebra og föll) og dæmatími í kjölfarið

 • 2. febrúar – Eðlisfræði I
  Farið verður í grunnatriði í eðlisfræði og rætt um stærðir og einingar. Við byrjum á hreyfifræði, kraftfræði og farið verður í varðveislu orku og skriðþunga. Gott væri að prenta út formúlublað Læknadeildar, til að hafa til hliðsjónar í dæmatímanum.

 • 9.febrúar – Íslenska / Pallborðsumræður
  Farið verður yfir grunnatriði í íslenskri málfærni. Einnig verður haldin fyrirlestrar um lesskilning og almenna þekkingu. Gott væri ef nemendur tækju með sér Biblíu inntökuprófsins í tímann. Seinni hlutann ætlum við að nota í pallborðsumræður þar sem nokkrir læknanemar á fyrsta ári ræða sína nálgun á inntökuprófið og undirbúning fyrir það.

 • 16. febrúar – Líffræði II
  Farið verður yfir efni LÍF103, sem er stærsti hluti líffræðihluta prófsins (flutning yfir himnur, Na/K-dæluna, myndun boðspennu og lífeðlisfræði helstu líffærakerfa líkamans).

 • 23. febrúar – Efnafræði II
  Í öðrum efnafræðistoðtíma vetrarins verður farið í varmafræði, jafnvægi í efnahvörfum, gasjöfnuna og að lokum skerpt á nokkrum lykilatriðum er varða rafefnafræðina.

 • 2. mars – Stærðfræði II
  Farið verður yfir helstu atriði STÆ103 (rúmfræði og hlutföll) og STÆ303 (hornaföll). Stoðtími með kennara og stoðtímakennurum.

 • 9.mars – Siðfræði / Almenn þekking
  Farið er yfir mikilvæg siðfræðihugtök og hvernig best er að leysa siðfræðivandamál. Seinni klukkutíminn verður helgaður prófundirbúningi, formi prófsins og ýmsum atriðum því tengdum.

 • 16.mars – Eðlisfræði II
  Farið verður í þrýsting, lögmál Arkimedesar, hringhreyfingu, ljósfræði og varmafræði.

 • 23.mars – Líffræði III
  Erfðafræði. Förum yfir líkindareikning, samsætur, kjarnsýrur, stökkbreytingar, frumuskiptinguna og myndun prótína úr erfðaupplýsingunum.

 • 23.mars – Efnafræði III
  Í þriðja og síðasta efnafræðitímanum verður lögð áhersla á sýru-og basajafnvægi og lífræna efnafræði. Farið verður yfir lykilatriði og helstu dæmatýpur.

 • 6.apríl – Stærðfræði III
  Efni dagsins er talningarfræði, heildun, deildun og markgildi. 

Dagskrá fyrirlestra vor 2021 (vor 2022 væntanlegt síðar)

Síðustu vikurnar fyrir inntökuprófið verður röð vorfyrirlestra. Hér fyrir neðan er dagskráin eins og hún var vorið 2021. Ný dagskrá verður gefin út í apríl 2022, enda ekki hægt að skipuleggja það með vissu fyrr en dagsetning prófsins liggur fyrir.

 • 20. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Íslenska/Sálfræði
 • 21. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Stærðfræði
 • 25. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Stærðfræði
 • 26. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Stærðfræði
 • 27. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Efnafræði
 • 28. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Efnafræði
 • 31. maí, kl. 08:30 - 10:30 | Efnafræði
 • 1.júní, kl. 16:30 - 18:30 | Líffræði
 • 2. júní, kl. 16:30 - 18:30 | Líffræði
 • 3. júní, kl. 16:30 - 18:30 | Líffræði
 • 7. júní, kl. 08:30 - 12:30 | Eðlisfræði (tvöfaldur tími)
 • 8. júní, kl. 08:30 - 10:30 | Siðfræði/Félagsfræði
 • 10. júní | Inntökupróf
 • 11. júní | Inntökupróf

Umsagnir

Námskeiðið er rosalega góður undirbúningur fyrir inntökuprófið. Mæli með því að allir sem ætla í prófið fari á námskeiðið! Algjör snilld!
Guðríður Hlíf, M.B.

Ég tók prófið í fyrra en fór ekki á námskeiðið. Mér gekk ágætlega en finn hvað ég er miklu betur undirbúin núna. Það er mikill metnaður lagður í námskeiðið og ég er fegin að hafa skráð mig!
Nafnlaust

Vandað og vel uppsett námskeið sem ég mæli eindregið með fyrir hvern þann sem hyggst þreyta inntökuprófið fyrir lækninn eða sjúkraþjálfarann.
Matthías Örn Halldórsson

Hefur hjálpað mér mjög mikið í undirbúningnum og hjálpar mér að skipuleggja mig hvað ég á að læra og með hvaða áherslum.
Elín Þóra

Algjör snilld, ef maður hefði haft svona kennara í framhaldsskóla, þá væri þetta próf ekki erfitt.
Einar Gauti Ólafsson

Þeir sem sækja þetta námskeið hafa klárt forskot á hina sem gera það ekki.
Andri H. Halls

Mjög flott námskeið, þó að ég ætli ekki inn fyrr en á næsta ári hjálpaði þetta mjög að rifja upp og sýna mér hverju ég á vona á og hvaða orrustur er sniðugt að velja þegar ég fer að undirbúa mig á næsta ári.
Kári Ingason

Námskeiðið nýttist mér vel og líka handbókin með áherslunum. Fór í fyrra í prófið og þá ekki á námskeiðið og ekki með handbókina og var alveg úti á þekju. En núna eftir að hafa farið á námskeiðið er ég miklu betur stemd og undirbúin og veit við hverju má búast. Mæli alveg hiklaust með námskeiðinu.
Nafnlaus

Þetta námskeið er frábært. Án þess hefði ég ekki haft minnstu hugmynd hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir inntökuprófið. Allar glósurnar og verkefnin sem fylgja námskeiðinu eru mjög góð og hef ég lítið þurft að nota mín eigin gögn. Námskeiðið hefur örugglega veitt þeim sem sóttu það forskot miðað við hina sem ekki gerðu.
Nafnlaus

 

Gagnlegir tenglar

Skráning á námskeiðið

Fjöldi nemenda er takmarkaður og komast þeir fyrstir inn sem fyrstir skrá sig.

 • Skráning á námskeiðið er bindandi og námskeiðsgjald fæst því ekki endurgreitt
 • Eftir að gengið er frá skráningu fá þátttakendur aðgang að kennsluvef námskeiðsins sem inniheldur talsvert magn af kennsluefni
  – Athugið að póstþjónar flokka skeyti um kennsluvefinn stundum sem ruslpóst. Fylgist því vel með ruslpósthólfi ef skeytið hefur ekki borist innan tveggja virkra daga.
 • Handbók námskeiðsins sem við köllum Biblíu Inntökuprófsins er afhent í kynningarfyrirlestrum, stoðtímum og á skrifstofu Keilis. Einnig er mögulegt að fá handbókina senda í pósti á kostnaðarverði (1700 kr) með því að senda tölvupóst á keilir@keilir.net. 

Sækja um