Fara í efni

Fréttir

Hvernig fer miðannarmat fram?

Kennarar skrá stöðumat allra nemenda í fjórðu viku bæði fyrstu og annarrar lotu á haus- og vorönn. Smelltu hér til að skoða kvarðann.
Lesa meira

Hvernig kemst ég til ykkar?

Það eru örar og reglulegar samgöngur með strætó til og frá Ásbrú. Þú gætir einnig átt rétt á jöfnunarstyrk til að niðurgreiða ferðir þínar til og frá skóla. Vissir þú að þú ert fljótari að taka strætó úr Hafnarfirði í Reykjanesbæ, en þú ert að fara á háannatíma í miðbæ Reykjavíkur?
Lesa meira

Menntaskólinn á Ásbrú settur í annað sinn

Annað skólaár Menntaskólans á Ásbrú var sett við athöfn í aðalbyggingu Keilis í dag, 17. ágúst 2020. Þar var tekið á móti 28 nýnemum sem bætast við nemendahóp skólans. Nanna Kristjana Traustadóttir fór með setningarræðu þar sem hún lagði áherslu á bjartar horfur tölvuleikjaiðnaðarins, hversu jákvætt það væri að geta komið saman og mikilvægi þess að hugsa út fyrir rammann í félagslífi sem og starfi skólans í núverandi árferði.
Lesa meira

Hvaða tölvubúnað þarf ég í námið?

Nemendur þurfa að hafa fartölvu til umráða í náminu. Tölvan þarf að hafa gott skjákort og vinnsluminni, i5 8300 örgjörvi eða sambærileg vinnsla og að minnsta kosti 8 GB vinnsluminni er gott viðmið.
Lesa meira

Námsskipulag og skólasetning MÁ

Hér má nálgast upplýsingar um námsskipulag og skólasetningu Menntaskólans á Ásbrú sem fer fram mánudaginn 17. ágúst.
Lesa meira

Fjarfundarbúnaður fyrir haustið

Nám á haustmisseri mun hefjast í staðnámi en sökum þeirra óljósu aðstæðna sem skapast vegna COVID-19 er gott fyrir nemendur að vera undir það búnir að vinna meira í fjarnámi eða geta sinnt samskiptum við aðra á fjarfundum. Því ráðleggjum við þeim að hafa góð heyrnatól með míkrafón og góða vefmyndavél til umráða.
Lesa meira

COVID-19

Hér er að finna samanteknar upplýsingar um viðbrögð Menntaskólans á Ásbrú við COVID-19
Lesa meira

Upplýsingar vegna upphaf skólaárs Menntaskólans á Ásbrú

Undirbúningur fyrir starf á haustönn er í fullum gangi og á áætlun er að skólinn hefjist með teymisdögum þann 17. ágúst. Stundaskrá verður aðgengileg á INNU föstudaginn 14. ágúst. Líkt og undanfarna mánuði fylgjumst við grant með framvindu mála vegna COVID-19 og munum við láta vita ef hertar reglur hafa áhrif á upphaf skólaársins.
Lesa meira

Ágúst Máni í starfsþjálfun hjá Solid Clouds

Ágúst Máni, nemandi á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð við Menntaskólann á Ásbrú, hóf starfsþjálfun hjá íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds nú við upphaf júní. Við tókum af honum smá tal og spurðum hann út í tölvuleikjagerðina og framtíðaráætlanir.
Lesa meira

SI: Nemendur í tölvuleikjagerð fá verklega kennslu hjá Solid Clouds

Samstarfssamningur hefur verið gerður á milli Menntaskólans á Ásbrú og íslenska tölvuleikjaframleiðandans Solid Clouds þar sem nemendur á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð fá innsýn í hönnun fjölspilunar herkænskuleikja.
Lesa meira