22.06.2020
Samstarf Menntaskólans á Ásbrú við Solid Clouds veitir nemendum einstaka innsýn í hönnun fjölspilunar herkænskuleikja. Nanna Kristjana Traustadóttir, skólameistari MÁ, og Stefán Þór Björnsson, fjármálastjóri Solid Clouds, undirrituðu samstarfssamning þann 18. júní síðastliðinn. Í honum felst að Solid Clouds munu útvega allt að fimm nemendum við Menntaskólann aðstöðu og tölvubúnað sem hluta af verklegri kennslu þeirra og á þann hátt auka fjölbreytileika og styðja við gæði þess náms sem fer fram í MÁ.
Lesa meira
22.06.2020
Nemendur á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð við Menntaskólann á Ásbrú munu fá einstaka innsýn í hönnun fjölspilunar herkænskuleikja í kjölfar samstarfssamnings sem skólinn gerði við íslenska tölvuleikjaframleiðandann Solid Clouds um miðjan júní. Samstarfið mun veita nemendum skólans einstaka innsýn í hönnun fjölspilunar herkænskuleikja.
Lesa meira
09.06.2020
Nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð í Menntaskólanum á Ásbrú hefst í ágúst. Lokainnritun nemenda 10. bekkja í framhaldsskóla landsins fer fram 6. maí - 10. júní og innritun eldri nemenda á tímabilinu 6. apríl - 31. maí.
Lesa meira
17.05.2020
Inntökuskilyrði eru hæfnieinkunn B í ensku, íslensku og stærðfræði í lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Lesa meira
13.05.2020
Menntaskólinn á Ásbrú býður gestum á stafrænt opið hús í skólanum, miðvikudaginn 13. maí kl. 17-18.
Lesa meira
12.05.2020
Fulltrúar Myrkur Games verða með á stafrænu opnu húsi Menntaskólans á Ásbrú, miðvikudaginn 13. maí næstkomandi, og svara meðal annars spurningum um leikjagerð á Íslandi, hvernig starfsumhverfið er, hvað þarf til að búa til góðan tölvuleik, og margt fleira sem fólk vill fræðast um tölvuleikjagerð.
Lesa meira
06.05.2020
Stærðfræðigrunnur er hugsaður sem þjálfunaráfangi og er sniðinn að þörfum þeirra sem vantar upp á grunninn til að geta hafið stærðfræðinám.
Lesa meira
06.05.2020
Nemendafélag Menntaskólans á Ásbrú (NFMÁ) heldur uppi öflugu og skemmtilegu félagsstarfi.
Lesa meira
05.05.2020
Menntaskólinn á Ásbrú óskar eftir kennurum í fjölmargar kennslugreinar skólaveturinn 2020 - 2021.
Lesa meira
16.04.2020
Nemendur við Menntaskólann á Ásbrú munu ljúka sinni vinnu á vorönn 2020 í fjarnámi þrátt fyrir komandi tilslökun á samkomubanni stjórnvalda í skrefum frá og með 4. maí næstkomandi. Þessi ákvörðun tekur mið af þeim varúðarráðstöfunum sem halda enn gildi varðandi fjöldatakmarkanir í húsi, fjarlægð milli einstaklinga og hreinlætisaðgerðir.
Lesa meira