Fara í efni

Fréttir

MÁ keppir í fyrstu viðureign Gettu betur í vetur

Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) mætir Menntaskólanum á Egilsstöðum (ME) í fyrstu viðureign Gettu betur í vetur. Keppnin hefst á slaginu kl. 19:00 og má hlusta í beinni útsendingu á RÁS 2.
Lesa meira

Útskrift Menntaskólans á Ásbrú í janúar 2023

Föstudaginn 13. janúar næstkomandi fer fram þriðja útskrift Menntaskólans á Ásbrú. MÁ hóf starfsemi haustið 2019 þegar fyrstu nemendur skólans hófu nám á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð. Stúdentsbrautin er skipulögð sem þriggja ára nám þaðan sem nemendur útskrifast með staðgóða þekkingu í ýmsu sem tengist tölvuleikjagerð og fleiri skapandi greinum. Námið byggir á hagnýtum verkefnum með sterkri tengingu við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa.
Lesa meira

Innritun í MÁ á vorönn 2023

Í Menntaskólanum á Ásbrú er boðið uppá nám á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð sem veitir breiðan grunn til framhaldsnáms á háskólastigi með færni til framtíðar að leiðarljósi. Nemendum gefst rúmur kostur á að leggja sínar eigin áherslur með valgreinum.
Lesa meira

Nemendur MÁ vinna að sáttmála um rafræn samskipti

Í ljósi þeirra umræðu sem hefur verið í samfélaginu undanfarið um einelti og annað eins ofbeldi á netinu var ákveðið að halda opinskáa umræðu um málaflokkinn. Úr varð málþing Menntaskólans á Ásbrú um rafræn samskipti, samstarfsverkefni starfsfólks MÁ, nemendafélagsins Örgjörvans og Lögreglunnar á Suðurnesjum. Málþingið fór fram í vikunni og stóðu nemendur Menntaskólans á Ásbrú sig með mikilli prýði.
Lesa meira

MÁ boðar til málþings um rafræn samskipti

Næstkomandi mánudag, þann 14. nóvember, verður Menntaskólinn á Ásbrú með málþing um rafræn samskipti. Hópurinn sem stendur að málþinginu samanstendur af nemendum og starfsfólki Keilis (MÁ).
Lesa meira

Listamaðurinn Jóna Hlíf með kynningu í MÁ

Samband íslenskra myndlistamanna stendur fyrir skólakynningum listamanna og var Menntaskólinn á Ásbrú valinn fyrir skólakynningu þetta árið. Þriðjudaginn 15. nóvember mun því listamaðurinn Jóna Hlíf koma til okkar, kynna sig og list sína, fyrir nemendum Menntaskólans á Ásbrú.
Lesa meira

Erindi frá frumkvöðli í hátækniiðnaði fyrir fullum sal

Á miðvikudaginn síðastliðinn fengum við frábæra heimsókn í höfuðstöðvar Keilis á Ásbrú þegar Gísli Konráðsson kom til okkar. Gísli er svo sannarlega mikill frumkvöðull í skapandi hátækniiðnaði og hélt hann opið erindi fyrir starfsfólk og nemendur Menntaskólans á Ásbrú.
Lesa meira

Geðlestin heimsótti nemendur MÁ

Nemendur MÁ fengu góða gesti í síðustu viku þegar fulltrúar Geðlestarinnar mættu með fræðslu og skemmtun. Geðlestin var kynnt og einn einstaklingur sagði sína reynslusögu af eigin geðrækt. Í lok fræðslunnar tróð Emmsjé Gauti upp og var honum vel tekið.
Lesa meira

Kynningarfundur forráðamanna nýnema

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema 2022 var haldinn á dögunum í Menntaskólanum á Ásbrú. Á fundinn mættu forráðamenn nýnema, námsráðgjafar MÁ, fulltrúar tölvudeildar, kennsluráðgjafi, áfangastjóri og forstöðumaður.
Lesa meira

Nemendur úr dönskum skóla heimsóttu MÁ

Þriðjudaginn 13. september síðastliðinn tók Menntaskólinn á Ásbrú á móti 51 nemendum og þremur kennurum frá Thisted Gymnasium í Danmörku. Um er að ræða verkefni á vegum Erasmus+ þar sem markmiðið var að nemendur þessa skóla fengju að kynnast íslenskum framhaldsskóla og jafnöldrum þeirra hérlendis.
Lesa meira