Fara í efni

Nemendafélag MÁ

Örgjörvinn nemendafélag Menntaskólans á Ásbrú hefur verið starfrækt frá því að skólinn hóf starfsemi haustið 2019. Örgjörvinn hefur boðið nemendum upp á fjölbreytta flóru viðburða auk öflugs hagsmunastarfs. Félagslíf skólans vex og dafnar og fer viðburðum fjölgandi. Má þar nefna LAN mót, bæði innan skóla og utan, böll, lasertag, þátttaka í öllum mögulegum framhaldsskólakeppnum, klúbbastarfsemi og ýmislegt fleira. Innan veggja skólans má finna veglegt nemendarými með skjávarpa fyrir kvikmyndaáhorf og aðstöðu til að slaka á. 

Hagsmunastarf nemenda er Örgjörvanum sérstaklega hugleikið. Þess er gætt að staðið sé vörð um réttindi nemenda með virkum samtölum við yfirmenn skólans. Fulltrúar Örgjörvans sækja námskeið á vegum SÍF og LUF sem veita þeim viðeigandi fræðslu og tól til þess að bjóða upp á eins virka hagsmunagæslu fyrir nemendur og völ er á.

Nemendur kjósa stjórn nemendaráðs á hverju vori og fá nýnemar jafnframt sína fulltrúa við upphaf hverrar haustannar. Félagslíf skólans er fyrir alla nemendur og er tryggt að öllum líði vel.