Fara í efni

Hlaðver Keilis

Í hjarta Keilis er að finna Hlaðverið, sem er hlaðvarpsstúdíó Keilis. Þar er til staðar hugguleg aðstaða þar sem hægt er að taka upp viðtöl og hlaðvarpsþætti. Hlaðverið er með góðri hljóðdempun og vel tækjum búið. Það er búið fjórum míkrafónum, Rode Procaster Dynamic með borðstöndum, pop filter og fjórum heyrnatólum. Allt saman tengist þetta í RODECaster Pro Podcast Studio. Þáttarstjórnandinn þarf að koma með sitt eigið MicroSd kort eða tölvu til að ná hljóðupptökunum með sér.

Allir nemendur Keilis hafa aðgang að Hlaðverinu gjaldfrjálst en einnig hafa utanaðkomandi aðilar kost á að leigja aðstöðuna á verðinu 5.000 kr. +vsk. fyrir skiptið, í allt að fjórar klukkustundir í einu.

Tímapöntun í hlaðveri:

Nemendur Keilis Aðilar utan Keilis