Keilir vill stuðla að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri lífssýn nemenda sinna. Með þetta að markmiði er starfandi forvarnarteymi í skólanum sem er boðberi forvarna innan skólans og heldur utan um fræðslu í forvörnum.
Forvarnarstefna Keilis
Keilir vill stuðla að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri lífssýn nemenda sinna. Með þetta að markmiði er starfandi forvarnarteymi í skólanum sem er boðberi forvarna innan skólans og heldur utan um fræðslu í forvörnum.
Markmið skólans er
- að efla sjálfsmynd nemenda og að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast á sinn einstaka hátt
- að nemendur tileinki sér heilbrigðan lífsstíl
- að vinna gegn einelti og hvers konar ofbeldi
- að stuðla að vörnum gegn vanlíðan og sjálfsvígum
- að koma í veg fyrir neyslu vímuefna og sporna gegn sjálfseyðandi hegðun
Leiðir
- Skólinn er með forvarnafulltrúa sem:
- mótar áætlun fyrir hvert ár og er árangur af starfinu metinn reglulega
- stuðlar að umræðu um forvarnir meðal nemenda, kennara og foreldra
- hefur samstarf við skóla og aðra aðila um forvarnir
- vinnur að viðhorfsbreytingum sem hvetja til vímulauss lífernis
- sér til þess að á engan hátt sé hvatt til neyslu tóbaks, áfengis eða annarra vímuefna innan skólans
- leggur áherslu á vímulausar skemmtanir og fjölbreytt félagslíf nemenda
- upplýsir og fræðir nemendur, kennara og foreldra um einkenni og skaðsemi vímuefnanotkunar og forvarnir
- leggur áherslu á að forvarnir og umræða um þær séu hluti af skólastarfinu
- stuðlar að góðum samskiptum í nemendahópnum
- eflir íþróttir, listir og annað uppbyggilegt starf
- leitar leiða til að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi vegna vímuefnanotkunar
- býður upp á áfallahjálp hjá fagfólki þegar þörf krefur
- mótar sér skýrar reglur og viðurlög við brotum á þeim
Forvarnarfulltrúa ber að leggja kapp á að öll störf séu unnin af faglegum metnaði. Honum ber að stuðla að góðu samstarfi við starfsfólk skólans og veita nemendum þá þjónustu og aðstoð sem í starfinu felst. Forvarnarfulltrúa er skylt að gæta þagmælsku um atriði sem hann fær vitneskju um í starfi sínu. Hann skal vinna verk sín af trúmennsku og hagkvæmni og í góðu samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af störfum. Forvarnarfulltrúi skal hafa í heiðri við störf sín vönduð vinnubrögð í samræmi við lög og reglugerðir um skólastarf. Eins skal hann haga vinnu sinni samkvæmt gæðakerfi Keilis og siðareglum kennara ásamt öðrum reglum sem skólinn setur sér og starfsmönnum sínum Forvarnarfulltrúi ber ábyrgð á að verkefni í hans umsjá verði framkvæmd og innan þess fjárhags- og tímaramma sem hefur verið áætlaður og samþykktur.
Forvarnafulltrúinn hefur umsjón með aðgerðaáætlun forvarnastefnu, sér til þess að verklagi hennar sé fylgt og að unnið sé markvisst að þeim markmiðum sem í henni koma fram. Fulltrúinn er tengiliður allra þeirra málsaðila sem koma að forvarnastarfi: skólastjórnenda, nemenda, foreldra, starfsfólks skóla, lögreglu, sveitarfélaga, heilbrigðisstarfsólks og fleiri.
Rágjöf og fræðsla
- FRÆÐSLA OG FORVARNIR www.forvarnir.is/
Sigtún 42. 105 Reykjavík. Sími: 861 1582, frae(a)forvarnir.is
Opið virka daga kl. 10:00 - 12:00 - FJÖRHEIMAR Félagsmiðstöð www.fjorheimar.is/
Hafnargata 88, 230 Reykjanesbæ Sími: 421 8890, fjorheimar(a)reykjanesbaer.is - EMBÆTTI LANDLÆKNIS www.landlaeknir.is
Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Sími: 510 1900, mottaka(a)landlaeknir.is
Opið virka daga kl. 10:00–16:00 - ÁSTRÁÐUR FÉLAG LÆKNANEMA https://www.astradur.is/is/fraedsluefni
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík - UMBOÐSMAÐUR BARNA www.barn.is
Borgartúni 7b, 2. hæð. 105 Reykjavík, Sími 800 5999, ub(a)barn.is - SÁÁ heilbrigðisþjónusta www.saa.is/heilbrigdisthjonusta
Efstaleiti 7, 103 Reykjavík. Sími: 530 7600, saa(a)saa.is - FORELDRAHÚS FYRIR FJÖLSKYLDUR Í VANDA www.foreldrahus.is
Suðurlandsbraut 50, Reykjavík, Bláu húsin Skeifunni, Sími 511–6160, foreldrahus(a)foreldrahus.is
Neyðarnúmer eftir lokun 581-1799 - STÍGAMÓT www.stigamot.is
Laugavegi 170, 105 Reykjavík. Sími 562-6868, stigamot(a)stigamot.is
Opnunartímar móttöku: Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 9 f.h. til 4 e.h., fimmtudaga frá kl. 10 f.h. ti. 16 e.h. - RAUÐI KROSSINN www.raudikrossinn.is
Efstaleiti 9, 103 Reykjavík, Sími 570 4000, Hjálparsíminn 1717. info(a)redcross.is
Hafa samband við forvarnarfulltrúa