Fara í efni

Tilkynning frá Menntaskólanum á Ásbrú vegna hertra sóttvarnaraðgerða

Vegna hertra sóttvarnarráðstafanna verður öllu skólahúsnæði Menntaskólans á Ásbrú og Keilis lokað frá og með fimmtudeginum 25. mars og færist öll kennsla á vegum skólans yfir í fjarnám um leið.

Við munum tryggja góðar upplýsingar til nemenda og starfsfólks á meðan þessum takmörkunum stendur en nemendur fá ítarlegri upplýsingar frá skólameistara Menntaskólans á Ásbrú um tilhögun náms og þær breytingar sem af takmörkuninni leiða.

Stundatöflur gilda líkt og áður, nemendur tilkynna sig á svæði áfanga á Discord samkvæmt stundatöflu og fá fyrirmæli frá kennurum varðandi nánari tilhögun hvers áfanga fyrir sig. Þessar sóttvarnaraðgerðir gilda til og með 31.mars.

Nemendur eru hvattir til að nýta þær rafrænu þjónustuleiðir sem við höfum svo sem vefsíðu, tölvupóst, Moodle og Discord. Á þessum tímum er jafnvel enn meiri ástæða til að nýta sér þjónustu námsráðgjafa - Þóra (thora@keilir.net) og Skúli (skuli.b@keilir.net).   

Við erum vel í stakk búin til þess að takast á við þessar breytingar og munu allir leggjast á eitt til þess að tryggja góða þjónustu við nemendur okkar á meðan á þessari tímabundnu ráðstöfun stendur. Hjá Menntaskólanum á Ásbrú starfar frábær hópur kennara og starfsfólks sem mun gera sitt allra besta við þessar aðstæður.

Upplýsingasíða ráðuneytisins um áhrif sóttvarnaráðstafana á skólastarf: mrn.is/skolastarf