Tölvuþjónusta

Hjá tölvuþjónustu Keilis er hægt að fá aðstoð við flest vandamál tengt tölvum. Starfsmaður í tölvuþjónustu er til staðar fyrir nemendur og starfsfólk alla virka daga frá klukkan 8:30 til 15:30. Lokað á milli 12:00 og 13:00.

Tölvuþjónustan er staðsett í anddyri aðalbyggingar Keilis. Ef óskað er eftir aðstoð þá vinsamlegast sendið beiðni með því að ýta á tengilinn hér fyrir neðan. 

Beiðni um tölvuaðstoð er send á Tölvudeild

 • Þráðlaust net

  Hjá Keili er þráðlaust net. Það er opið og ekki þarf innskráningarlykil til að tengjast því. Netið hefur nafnið KEILIR-Nemendur. Athugið að ekki er leyfilegt að nota netið í skólanum til að sækja höfundaréttavarið efni en nemendur er þó hvattir til þess að nýta sér netið ríkulega til upplýsingaöflunar og þess sem nýtist nemendum við nám. 

 • Tölvunet

  Tölvunet Keilis samanstendur af tölvupóstkerfi, prentkerfi, þráðlausu neti og kennslukerfi. Einnig hafa nemendur aðgang að upplýsingakerfinu Innu og gjaldfrjálsan aðgang að fimm eintökum af Microsoft Office. Þessar leiðbeiningar fjalla stuttlega um hvernig aðgengi að þessum þjónustuliðum er háttað. Nemendur þurfa að vera með Office 2013 pakkann uppsettan á tölvum sínum eða nýrri útgáfu. Þeir sem nota Apple tölvur þurfa að vera með Mac office 2011 uppsett á vélunum hjá sér. 

  Skólinn er með samning við netorðabókina Snöru, sem virkar þannig að þeir sem eru á interneti Keilis (þ.e. staðsettir í húsnæði Keilis) geta nýtt sér gagnvirku netorðabókina Snara.is sér að kostnaðarlausu. Þeir nemendur sem þurfa aðgang heim skrá sig inn á Snöru með sömu innskráningarþjónustu og notuð er fyrir vefpóst skólans og geta opnað fyrir ársaðgang heim fyrir 990 kr. (fullt verð er 5.443 kr.)

 • Tölvupóstur

  Tölvupóstur nemenda í Keili er aðgengilegur í gegnum vefslóðina http://portal.office.com eða af heimasíðu skólans valmynd efst á síðu, með því að smella á Vefpóstur. 

  Notandanafnið ykkar fáið þið afhent við upphaf skólans og þar kemur einnig fram lykilorðið. Það notið þið til að skrá ykkur inn á tölvupóstinn ykkar. Mjög mikilvægt er að fylgjast a.m.k. einu sinni á dag með tölvupóstinum því skólinn notar það netfang til að koma til ykkar upplýsingum, einnig fara mikilvægar upplýsingar úr kennslukerfi sjálfvirkt í tölvupóstinn ykkar. Netfang ykkar er notandanafnið að viðbættu @keilir.net en það kemur fram í gögnunum sem þið fáið afhent í upphafi skólaárs.

  Office Professional Plus fyrir nemendur Keilis
   

  Nú hefur verið virkjuð ný þjónusta fyrir nemendur Keilis, en þeir geta nú gjaldfrjálst fengið áskrift af stóra Office pakkanum, Office Professional Plus 2013 fyrir PC tölvur og 2011 fyrir Mac tölvur, auk þess sem þeir geta einnig sett pakkann upp á öllum snjallsímum. Alls fylgja fimm eintök af pakkanum hverri áskrift. Til viðbótar geta nemendur sótt þróunarhugbúnað Microsoft hjá DreamSpark gjaldfrjálst. 

  Leiðbeiningar um uppsetning á Office pakkanum er að finna hérna: https://www.youtube.com/watch?v=5JJ5zIuUpxk 

 • INNA

  Þið komist í Innu annað hvort af heimasíðu skólans (sjá hér að ofan) eða með því að fara á slóðina www.inna.is/Nemendur. Notið þar Íslykilinn ykkar til að skrá ykkur inn. Ef þið hafið ekki Íslykil þá getið þið sótt um hann á slóðinni http://island.is/islykill.

 • Kennslukerfið Moodle

  Kennslukerfi Keilis heitir Moodle. Það má komast af heimasíðu Keilis úr valmyndinni efst á síðu. Einnig er hægt að fara beint í kennslukerfið með https://www.keilir.net/is/moya/page/kennslukerfi. Best er að nota keilisnetfangið við nýskráningu á skráningasíðunni og nemendur velja sér svo sitt eigið notendanafn og lykilorð. 

  Þegar nemandi hefur nýskráð sig í kennslukerfið, er næsta skref er að innrita sig í rétta áfanga. Það er gert í samráði við kennara þar sem allir áfangar eru læstir með skráningarlykli. Eftir að nemandi hefur skráð sig inn í kennslukerfið þá velur viðkomandi rétta braut/deild og velur þann áfanga sem ætlunin er að skrá sig í. Þá biður kennslukerfið um skráningarlykil - sem kennarinn sendir sínum nemendum upplýsingar um í upphafi hvers námskeiðs. 

  Microsoft Teams er einnig mikið notað við kennslu. Það er notað fyrir fjarfundi á vinnuhelgum, hópavinnu nemenda og önnur samskipti hvort sem er milli nemenda, við kennara eða fyrir allan hópinn í viðkomandi fagi. Microsoft Teams er hluti af Office pakkanum sem allir fá aðgang að með keilisnetfanginu. 

 • Prentkerfi

  Til að nota prentkerfið þá þarf að sækja aðgangskubb hjá þjónustufulltrúa á aðalskrifstofu skólans. Aðgangskubburinn er einnig notaður til að komast inn í skólann. Það þarf að greiða 3.500 krónur fyrir aðgangskubb. Þegar prentað er þá þarf að skrá sig inn á tölvu í prentherbergi velja það sem á að prenta og senda það á prentarann. Næst er farið að prentaranum og aðgangskubbnum er strokið við talnaborðið við prentarann og valið "Print".

  Þegar prentarinn er notaður, reynið að prenta eins mikið og hægt er á báðar hliðar "two side printing" enda sparast inneign ykkar með því.
 • Að spara prentkvóta - umhverfisvernd

  Hjá Keili er lögð áhersla á umhverfisvernd, öllum pappír er skilað til endurvinnslu og eru nemendur kvattir til að koma afgangspappír í grænu tunnurnar sem eru hjá prenturum. Stór þáttur í umhverfisvernd felst í því að takmarka notkun á pappír eins og mögulegt er. Það biðjum við nemendur að hafa í huga í hvert skipti sem prentað er út. 
   
  Nokkur atriði er gott að hafa í huga:
   

  Prentum og ljósritum báðum megin á blöðin, sé þess kostur. Það má gera með því að velja einfalda aðgerð þegar prentskipun er valin í tölvunni, veljið prentun og í valglugganum er hakað við, print on both sides. Þessi aðgerð sparar prentkvótann hjá nemendum. 

  Fleiri leiðir eru til þess að spara pappír, mjög góð regla er að setja alltaf blaðsíðutal á glósur og stærri bunka sem prenta á út. 

  Einnig er hægt að minnka spássíðu, línubil og jafnvel stafi. Notið bakhliðar og misheppnaðar útprentanir fyrir uppköst og rissblöð. 

  Þegar glærur eru prentaðar út tveir möguleikar til þess að spara pappír:

  • Að velja handouts í flettilistanum og haka við 3 slides per page, þá koma glærurnar með línum til hliðar til þess að skrifa á glósur. 
  • Hinsvegar að velja handouts og 6 eða 9 slides per page.