Fara í efni

Námið

Skólar Keilis bjóða upp á fjölbreytt tækifæri til menntunar sem laga sig að þörfum og kröfum nútíma nemenda. Skólarnir eru þrír, Háskólabrú sem miðar að því að undirbúa nemendur fyrir háskólanám, Heilsuakademían sem menntar einka- og styrktarþjálfara, fótaaðgerðafræðinga, sem og þá sem vantar undirbúning fyrir inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði og Menntaskólinn á Ásbrú, þar sem hægt er að ganga á stúdentsbraut með áherslu á tölvuleikjagerð sem og sækja opna framhaldsskólaáfanga.

Mikið er unnið í teymisvinnu og hópverkefnum við Keilir. Kennarar og aðrir starfsmenn eru áhugasamir um að nýta upplýsingatækni og tækninýjungar við kennslu sem miðar að því að gera nemendur að virkum þátttakendum í kennslu, ekki síður en náminu sjálfu. Allt nám fer fram í vendinámi og hefur skólinn löngum verið leiðandi afl á því sviði.