Fara í efni

Laus störf hjá Keili

Keilir hefur frá árinu 2007 byggt upp menntasamfélag á framhaldsskólastigi í Reykjanesbæ. Keilir býður upp á nám á þremur kennslusviðum, en það eru Háskólabrú, Menntaskólinn á Ásbrú og Heilsuakademían. Námsbrautirnar eru stúdentsbraut í tölvuleikjagerð, opin stúdentsbraut, einka- og styrktarþjálfaranám, fótaaðgerðafræði og aðfaranám fyrir háskóla í samstarfi við HÍ. Þar að auki er hægt að sækja ýmis námskeið í Keili, s.s. undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði við HÍ.

Námsbrautir í Keili eru ýmist skipulagðar í fjarnámi, í staðnámi eða sem blanda af hvoru tveggja. Frá Keili hafa frá upphafi útskrifast á fimmta þúsund nemendur af heildstæðum brautum. Gildi Keilis eru samstarf, virðing, framsækni og þjónusta. Þar er lögð rík áhersla á nútímalega kennsluhætti með góðri aðstöðu og framsæknu vinnulagi nemenda og starfsmanna.

Keilir er líflegur vinnustaður þar sem frábært starfsfólk og nemendur mynda gott og nærandi samfélag. Um þessar mundir eru engin laus störf hjá Keili. Senda má inn almenna umsókn hér að neðan.

Sækja um starf