Fara í efni

Fyrir fjölmiðla

Markaðsstjóri Keilis heldur utan um öll markaðs- og kynningarmál miðstöðvarinnar og skulu fjölmiðlar beina erindum sínum til markaðs- og kynningarfulltrúa

Markaðs og kynningarmál

Markaðsstjóri heldur utan um öll markaðs- og kynningamál Keilis, ásamt skipulagningu viðburða á vegum skólans. Markaðsstjóri hefur heildarumsjón með öllu markaðs- og samskiptastarfi og samhæfir slíkt starf innan allra eininga miðstöðvarinnar.

Hlutverk markaðsstjóra er að miðla upplýsingum til almennings, nemenda og hagsmunaaðila um starfsemi Keilis, auk þess að efla og styðja ímynd miðstöðvarinnar. Meðal verkefna má nefna útgáfu á kynningarefni, námskynningar, vefmál, utanumhald samfélagsmiðla, samskipti við fjölmiðla, umsjón með stærri viðburðum, ásamt mörgu öðru.

Óska eftir kynningu

Merki Keilis og undirskóla

Hér getur þú nálgast merki Keilis á JPG, Illustrator og PDF sniði. Ef þú þarft að fá auðkennið í öðrum upplausnum getur þú haft samband við skrifstofu Keilis.

Auðkenni Keilis (logo) er notað við almenna kynningu á þeirri starfsemi sem fram fer á vegum skólans, þ.e. rannsóknir, kennsla og fræðsla/þjónusta. Auðkennið mega nota: Starfsmenn og kennarar Keilis þegar þeir koma fram eða senda frá sér skjöl eða gögn á vegum þeirrar deildar sem þeir starfa í, deildir og stofnanir Keilis, og sameiginleg stjórnsýsla. Heimilt er einnig að nota auðkennið, ásamt auðkennum annarra aðila, ef fyrir hendi er samstarfssamningur um tiltekin verkefni, sem og ef um er að ræða sameiginleg verkefni, svo sem ráðstefnur og málþing.

Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs

Háskólabrú

Heilsuakademía

Menntaskólinn á Ásbrú

Senda ábendingu um efni síðu