Fara í efni

Starfsmannastefna

Stefna Keilis er að:

  1. Vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem starfsfólki líður vel og því eru búin góð skilyrði til að sinna störfum sínum.
  2. Bjóða upp á ákveðinn sveigjanleika til þess að auðvelda starfsmönnum að samræma fjölskylduábyrgð og starf.
  3. Leggja áherslu á að starfsmenn eigi kost á fræðslu og endurmenntun sem eykur þekkingu þeirra í starfi.
  4. Leitast við að styðja starfsfólk sitt til að ástunda heilbrigðan lífsstíl.
  5. Leggja áherslu á góðan starfsanda á vinnustað og að starfsmenn sýni hvert öðru vinsemd, umburðalyndi og tillitssemi.
  6. Leggja áherslu á að öll boðskipti innan fyrirtækisins séu jákvæð, greið og góð.
  7. Vænta þess að starfsmenn vinni verk sín af fagmennsku, kostgæfni, heilindum og fylgi landslögum.
  8. Leggja áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum með formlegum hætti.
  9. Veita starfsfólki vettvang fyrir samskipti á milli yfirmanna og starfsmanna.

Senda ábendingu um efni síðu