Fara í efni

Skólar

Þrír skólar eru undir regnhlíf Keilis: HáskólabrúHeilsuakademían og Menntaskólinn á Ásbrú.

Að jafnaði eru árlega mill 600 - 700 nemendur skráðir í nám við skóla Keilis. Við Keili eru starfræktar námsbrautir og námskeið á framhaldsskólastigi. 

Háskólabrú

Á Háskólabrú fer fram undirbúningsnám fyrir háskólanám. Nemendur skulu hafa lokið um 117 framhaldsskólaeiningum (70 eldri einingum) í framhaldsskóla en geta lokið að ári liðnu námi á Háskólabrú sem veitir inngöngu í háskóla. Námsskrá Háskólabrúar hefur verið sniðin að óskum deilda Háskóla Íslands. Nám á Háskólabrú er bæði hægt að taka í fjarnámi er hefst bæði á haust- og vorönn ár hvert og staðnám er hefst í ágúst ár hvert. Útskrifaðir nemendur stunda nú nám í háskólum hérlendis og erlendis.

Hafa samband við Háskólabrú

Heilsuakademían

Heilsuakademía Keilis leggur áherslu á að þróa og bjóða uppá nám á sviði heilsu- heilbrigðis- og íþróttafræða. Nú þegar er kennd við skólann ÍAK einkaþjálfun sem hefur vakið verðskuldaða athygli og nýtur mikilla vinsælda. Haustið 2013 hófst í fyrsta sinn ný námsbraut í styrktarþjálfun sem kennd verður með sama sniði og ÍAK einkaþjálfarinn. Ásamt okkar frábæru kennurum, koma nokkrir nýir kennarar að styrktarþjálfaranáminu, þar á meðal erlendir sérfræðingar, hver á sínu sviði. Þá heyrir Undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf Læknadeildar HÍ undir starfsemi Heilsuakademíunnar. 

Menntaskólinn á Ásbrú

Við Menntaskólann á Ásbrú hefur verið boðið upp á  tvær námsleið til stúdentsprófs; tölvuleikjagerð og opna braut.

Sú fyrri, námsbraut með áherslu á tölvuleikjagerð hefur verið starfrækt frá haustinu 2019. Námið byggir á hagnýtum verkefnum með sterkum tengslum við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Markmiðið er að bjóða upp á nám í tölvuleikjagerð sem svarar bæði ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki og áhuga ungs fólks á menntun til starfa í skapandi greinum.

Opinni braut til stúdentsprófs, sem er námsleið sem hefur göngu sína á þessu ári, er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í ýmsum deildum háskóla. Nemandi setur sjálfur saman stúdentspróf sitt og hefur þannig tækifæri til að setja saman námsbraut sem samræmist hans áhugasviði eða áformum um áframhaldandi nám. Nemandinn tekur sömu kjarnafög og nemendur á öðrum brautum MÁ þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa.

 Hafa samband við Menntaskólann á Ásbrú

Aðrar námsleiðir

Fjarnámshlaðborð

Keilir býður einnig upp á Fjarnámshlaðborð þar sem hægt er að sækja hnitmiðaða áfanga á netinu sem miðast við Aðalnámskrá framhaldsskólanna og byggja á fyrirlestrum, æfingum og verkefnum. Áfangarnir eru einungis kenndir í fjarnámi og geta nemendur skráð sig hvenær sem þeim hentar. Hver nemandi hefur fjóra mánuði til að ljúka hverjum áfanga fyrir sig. Heildarfjöldi vinnustunda eru 18 - 24 klst á einingu og eru áfangarnir allir fimm einingar. Áfangarnir henta vel þeim sem vilja rifja upp námsefni eða þurfa að uppfylla ákveðnar forkröfur til náms.

Hafa samband við Fjarnámshlaðborð

Fótaaðgerðarfræði

Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fóta og greina og meðhöndla þau fótamein sem ekki krefjast sérhæfðari læknisfræðilegrar meðferðar. Þeir framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla og halda sjúkraskrár samkvæmt lögum þar um. Einnig veita þeir leiðbeiningar varðandi heilbrigði fóta og þau úrræði sem heilbrigðiskerfið býður uppá þar að lútandi.

Hafa samband vegna Fótaaðgerðarfræði

Undirbúningur fyrir inntökupróf LHÍ

Heilsuakademía Keilis sér einnig um Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeild Háskóla Íslands (læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði) var fyrst haldið á vordögum árið 2003. Kennsluefnið er uppfært árlega í samræmi við áherslur fyrri inntökuprófa. Að námskeiðinu kemur breiður og öflugur hópur kennara.

Hafa samband vegna Inntökuprófs