Fara í efni

Siðareglur

Keilir er samfélag nemenda, kennara og annars starfsfólks. Í slíku samfélagi ber öllum skylda til að taka siðferðislega ábyrgð á störfum sínum. Hverjum og einum ber að sýna virðingu, heiðarleika, sanngirni og gæta jafnréttis í öllum samskiptum.

Siðareglur Keilis eru:

  • Við leggjum okkur fram við að sýna hvert öðru og skólanum virðingu í öllum samskiptum og umgengni.
  • Við vinnum saman af heilindum óháð hagsmunum, tengslum og bakgrunni.
  • Við komum fram hvert við annað af tillitssemi og gætum að trúnaði. Við förum með persónuuplýsingar af varfærni og virðum ávallt friðhelgi einkalífsins.
  • Í Keili samþykkjum við ekki ofbeldi, einelti, kynferðislega áreitni, eða mismunun byggða á þáttum s.s. kyni, kynþætti, kynhneigð, aldri, fötlun, þjóðerni, trúarbrögðum og skoðunum. 

Framkvæmdastjórn Keilis skipar tvo starfsmenn í siðanefnd sem eru almennt ekki í beinum tengslum við nemendur. Fulltrúi nemenda er kallaður til í málum ef þess gerist þörf.

Okkur ber öllum að vera vakandi yfir því að virða siðareglur skólans. Ef við verðum vör við brot á siðareglum látum við námsráðgjafa eða siðanefnd skólans vita. Einnig er hægt að senda tilkynningu í gegnum tilkynningar og ábendingar á vefsíðu Keilis. 

Siðanefnd Keilis skipa Nanna Kristjana Traustadóttir framkvæmdastjóri og Anna María Sigurðardóttir forstöðumaður Mennta- og þjónustusviðs.

Tilkynna meint brot á siðareglum

Senda ábendingu um efni síðu