Fara í efni

Siðareglur

Keilir er samfélag nemenda, kennara og annars starfsfólks. Í slíku samfélagi ber öllum skylda til að taka siðferðislega ábyrgð á störfum sínum. Hverjum og einum ber að sýna virðingu, heiðarleika, sanngirni og jafnrétti í hegðan sinni, námi og störfum.

Siðareglur Keilis eru:

  • Við stöndum vörð um heiður Keilis og aðhöfumst ekkert sem gæti rýrt álit samfélagsins á skólanum.
  • Við gætum þess að fara vel með fjármuni og aðrar eignir skólans.
  • Við sýnum hvert öðru virðingu í öllum samskiptum og komum fram við hvert annað af tillitssemi. Hvort sem um er að ræða rafræn samskipti eða hefðbundin samskipti.
  • Við komum í veg fyrir að í Keili viðgangist hvers konar óréttlæti svo sem einelti, kynferðisleg áreitni eða mismunun byggð á óviðkomandi þáttum s.s. kyns, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða eða skoðana.
  • Við vinnum saman af heilindum og látum ekki persónuleg tengsl eða hagsmuni hafa áhrif á samvinnu.
  • Við erum virkir þátttakendur í starfi og þróun skólans og lítum á það sem skyldu okkar að miðla upplýsingum sem geta orðið til þess að bæta starf skólans.
  • Við gætum að persónuvernd og virðum friðhelgi einkalífs.

Framkvæmdastjóri Keilis skipar einn nemanda og tvo starfsmenn í siðanefnd og ber okkur öllum að vera vakandi fyrir því að halda siðareglur skólans. Ef við verðum vör við að reglurnar hafi verið brotnar látum við námsráðgjafa vita sem kallar saman siðanefnd.

Senda ábendingu um efni síðu