Fara í efni

Öryggisstefna vegna eftirlitsmyndavéla

Vegna öryggis- og eignavörslu starfrækir Keilir rafræna vöktun með myndavélum og upptökubúnaði í almenningsrýmum og á lóðum skólans. Vöktunin uppfyllir kröfur Persónuverndar og reglugerð 837/2006 um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun.

Reglur um notkun

 •  Staðsetning myndavéla skal vera þannig að ekki sjáist inn í kennslustofur né á tölvuskjái starfsfólks
 • Óheimilt er að nota upplýsingar sem safnað er með rafrænni vöktun í verkstjórnarskyni, til að fylgjast með mætingum eða vinnuskilum starfsfólks.
 • Vöktun með leynd í húsnæði eða á lóðum skólans er með öllu óheimil.

Tækjabúnaður og vinnsla upplýsinga

 • Stafrænn búnaður er notaður við rafræna vöktun í skólanum. Myndavélar tengjast um tölvunet Keilis.
 • Kerfisstjóri og umsjónarmaður húsnæðissviðs Keilis hafa umsjón með vinnslu og eyðingu upplýsinga sem aflað er með rafrænni vöktun.

Aðgangur og afhending

 • Öryggismiðstöðin í samráði við kerfisstjóra/umsjónarmann húsnæðissviðs, stýrir aðgangi að eftirlitsmyndavélum.
 • Kerfisstjóri/umsjónarmaður húsnæðissviðs tekur ákvörðun um afhendingu gagna sem aflað er með rafrænni vöktun samkvæmt skriflegri beiðni lögreglu um slys eða meintan refsiverðan verknað.
 • Að öðru leyti er efni sem verður til við rafræna vöktun ekki unnið frekar eða afhent öðrum nema samkvæmt dómsúrskurði.
 • Halda skal skrá um afhent efni úr eftirlitskerfinu

Eyðing gagna

 • Upplýsingar sem verða til með rafrænni vöktun skal ekki varðveita lengur en málefnaleg ástæða er til og aldrei lengur en í 30 daga.

Lög og reglugerðir

 • Lög 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
 • Reglur nr. 837/2006 um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun

Senda ábendingu um efni síðu