Fara í efni

Algengar spurningar um Fjarnámshlaðborð

Hér að neðan finnur þú samantekt af spurningum um námskeið á Fjarnámshlaðborði Keilis. Smelltu á þá spurningu sem þú vilt fá svar við.

Hvenær get ég hafið nám?

Nemendur geta skráð sig á námskeið hvenær sem er í gegnum umsóknarvef Innu. Umsóknir eru afgreiddar á skrifstofutíma og geta liðið tveir virkir dagar frá umsókn fram að því að hún er afgreidd. Eftir að umsókn er afgreidd getur nemandinn strax hafið nám í áfanganum.

Þarf ég að mæta á staðlotur?

Flestir áfangar á Fjarnámshlaðborði Keilis fara eingöngu fram í fjarnámi og því engin mæting á staðinn. Undantekning á því er áfangi í skyndihjálp sem inniheldur einn verklegan dag sem nauðsynlegt er að mæta á.

Hvernig er námsmatið?

Áfangarnir byggja á fjölbreyttu námsmati og gilda öll verkefni til lokaeinkunnar og allir áfangar enda á munnlegu mati í myndsamtali. Verkefni geta verið rituð verkefni eða munnleg, myndbönd eða hvað annað sem við á. 

Hvað kostar námið?

Verðskrá er uppfærð árlega. Mikilvægt er að hafa í huga að námsgjöld fást ekki endurgreidd. Nemandi ber ábyrgð á því að skrá sig inn í áfangann í kennslukerfinu Moodle um leið og innritunarlykill/innritunarlyklar hafa borist nemandanum í tölvupósti.

Skoða námsgjöld

Hvað hef ég langan tíma til að ljúka áfanganum?

Hver og einn nemandi stýrir því á hvaða hraða hann fer í gegnum áfangann, en nemendur hafa hámark fjóra mánuði til að ljúka hverjum áfanga frá innritun á Innu. Sá sem hefur ákjósanlegar aðstæður til að sinna áfanganum getur klárað hann á mun skemmri tíma. Viðmiðið er að á bak við hvern 5 eininga áfanga sé vinnuframlag uppá 100-120 klukkustundir hjá nemandanum.

Hvernig skrái ég mig úr áfanga?

Nemendur geta óskað eftir úrsögn úr áfanga á fyrstu 10 dögunum eftir að þeir skrá sig í hann á Innu. Það gera þeir með því að senda póst á hladbord@keilir.net. Úrsögnin tekur þó ekki gildi fyrr en hún hefur verið yfirfarin og samþykkt af starfsmanni. Ef nemandi hefur ekki lokið áfanga á tilsettum tíma (nemandi hefur fjóra mánuði til þess að ljúka áfanga frá dagsetningu skráningar á Innu) og skráir sig ekki úr honum innan tímamarka, birtist áfanginn sem fall á Innu.

Spurningin mín er ekki á listanum