Fara í efni

Háskólabrú með undirbúningi

Þeim sem vantar allt að 20 framhaldsskólaeiningar til að hefja nám á Háskólabrú Keilis stendur til boða að taka Háskólabrú með undirbúningsáföngum. Þannig er hægt að sækja undirbúningsáfanga í fjarnámi í sumar og hefja nám á Háskólabrú í framhaldinu. Frekari upplýsingar

Háskólabrú með vinnu

Keilir býður upp á aðfaranám að háskólanámi í fjarnámi til tveggja ára. Um er að ræða frábæran möguleika fyrir þá sem að vilja taka Háskólabrú með vinnu eða vilja taka sér lengri tíma í námið. Námið fer þó fram á hálfum hraða og hentar þessi valkostur því mörgum. Frekari upplýsingar

Fjarnám á Háskólabrú

Fjarnám getur hentað þeim sem að vilja nýta sér nýjustu tækni í kennslu og haga sínum námstíma eftir þörf í tíma og rúmi. Þannig geta nemendur hlustað á fyrirlestra, fylgst með hvernig stærðfræðidæmi eru reiknuð, lagt málefnum lið á spjallþráðum og spurt spurninga. Hægt er að hefja nám á Háskólabrú í fjarnámi tvisvar á ári, annars vegar í janúar og hins vegar í ágúst ár hvert. Nám á Háskólabrú getur tekið allt frá ári upp í rúmlega tvö ár, það fer allt eftir því hvaða leið nemendur velja að fara. Nánari upplýsingar

Staðnám á Háskólabrú

Staðnám á Háskólabrú hefst í ágúst ár hvert. Nám á Háskólabrú getur tekið allt frá ári upp í rúmlega tvö ár, það fer allt eftir því hvaða leið nemendur velja. Í kennslustofu vinna nemendur verkefni, oftast saman í hóp, og kennarar aðstoða eftir þörfum við úrlausnir. Kennsluhættir á Háskólabrú miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Frekari upplýsingar

 • Umsagnir nemenda

  "Ég uppgötvaði að ég gæti lært"

  Starfsfólk og kennarar eru sérstaklega almennileg og ég upplifði engin vandamál bara lausnir. Mikilvægasta lexía þessa náms var líklega sú að ég uppgötvaði að ég gæti lært því þar lá minn veikleiki þ.e. í trúnni á sjálfa mig. Það eru margir kennarar sem ég mun minnast næstu árin en að öllum öðrum ólöstuðum þá langar mig sérstaklega að hrósa Gísla Hólmari fyrir ómælda þolinmæði og einstaklega mikinn metnað fyrir kennslunni. Takk fyrir mig Keilir!

  Særún Björg Karlsdóttir
  Háskólabrú í fjarnámi 2021

  Fleiri umsagnir