Fara í efni

Myndver Keilis

Í hjarta Keilis er að finna Myndverið, sem er upptökustúdíó Keilis. Þar er til staðar hugguleg aðstaða þar sem hægt er að taka upp myndbönd og hljóðefni auk þjónustu því tengt. Myndverið er með góðri hljóðdempun og vel tækjum búið, þ.m.t.  green-screen, ljósatöflu og hljóðklefa sem er tilvalinn fyrir upptökur á kennslumyndböndum, kynningarmyndböndum o.fl.

Allir nemendur Keilis hafa aðgang að Myndverinu gjaldfrjálst en einnig hafa utanaðkomandi aðilar kost á að leigja aðstöðuna skv. meðfylgjandi verðskrá:

  • Aðgangur að upptökuherbergi: 8000 kr. + vsk. per klst.
  • Aðgangur að upptökuherbergi með tækjum:10.000 kr. + vsk per klst.
  • Aðgangur að upptökuherbergi ásamt stuttri kennslu frá tæknimanni: 14.000 kr. + vsk per klst.
  • Aðgangur að upptökuherbergi, tækjum og tæknimanni: 20.000 kr. + vsk per klst.
  • Eftirvinnsla sem tæknimaður sér um: 10.000 kr. + vsk per klst.

Tímapöntun í myndveri er fer fram í gegnum þar til gert pöntunarform (smellt á viðeigandi hnapp hér fyrir neðan):

Tímapöntun í myndveri:

Nemendur Keilis Aðilar utan Keilis

Einnig er hægt að óska eftir tilboðum í stærri verkefni með því að senda póst á tolvudeild@keilir.net.