Fara í efni

Fréttir

Heilbrigðisfræði

Þetta námskeið fjallar um heilbrigði og heilsu. Áhersla verður lögð á heilsu og hin ýmsu heilsufarstengdu vandamál sem þekkjast í dag. Hugtakið heilbrigði verður skilgreint nánar. Farið verður yfir sögulega þróun heilbrigðisfræðinnar. Sérstaklega verður farið yfir forvarnir og mikilvægi þeirra gagnvart heilsu og sjúkdómum.
Lesa meira

Líffæra- og lífeðlisfræði I

Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallar atriði hvað varðar líkamann og hvernig hann starfar. Atriði sem farið verður yfir eru: skipulag líkamans og notkun á latneskum orðum yfir áttir og skipulag líkamans, farið yfir efni líkamans, flutningur á efnum milli frumna, vefjagerðir líkamans og starfsemi þeirra.
Lesa meira

Inngangur að næringarfræði

Í áfanganum er fjallað um orku- og næringarefni líkamans. Nemendur kynna sér vel almennar ráðleggingar um mataræði og hvernig þær eru notaðar. Fjallað verður um alla fæðuflokkana, næringarinnihald þeirra og ráðleggingar tengdar þeim. Nemendur læra að lesa innihaldslýsingar og næringarinnihald matvæla.
Lesa meira

Inngangur að sálfræði

Í áfanganum er sálfræðin kynnt sem fræðigrein, upphaf hennar, eðli, saga, þróun, tengsl við aðrar fræðigreinar, helstu stefnur og grunnhugtök. Fjallað er um starfssvið sálfræðinga og helstu undirgreinar.
Lesa meira

Vöruflutningar og Mannlegi þátturinn

Keilir stendur fyrir tveimur námskeiðum í endurmenntun atvinnubílstjóra á Hoffelli 1. og 2. september. Námskeiðin sem um ræður eru „Vöruflutningar“ og „Mannlegi þátturinn“.
Lesa meira

Nám í leikjagerð við Keili

Keilir hefur á undanförnum árum unnið að nýrri námsbraut í gerð tölvuleikja á framhaldsskólastigi til stúdentsprófs fyrir nemendur á aldrinum 16 - 25 ára. Námið byggir á nánum tengslum við atvinnulífið, tölvuleikjaframleiðandans CCP og IGI - Samtök leikja­framleiðenda á Íslandi, sem veita faglega ráðgjöf við gæðastjórnun og framkvæmd námsins.
Lesa meira

Farþegaflutningar - Valkjarnanámskeið

Keilir býður upp á valkjarnanámskeiðið Farþegaflutningar í röð endurmenntunarnámskeiða atvinnubílstjóra. Námskeiðið fer fram laugardaginn 26. maí 2018, kl. 9 - 16 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Lesa meira

Farmflutningar - Valkjarnanámskeið

Keilir býður upp á valkjarnanámskeiðið Farmflutningar í röð endurmenntunarnámskeiða atvinnubílstjóra. Námskeiðið fer fram laugardaginn 12. maí 2018, kl. 9 - 16 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Lesa meira

Valkjarnanámskeið fyrir atvinnubílstjóra

Keilir býður upp á valkjarnanámskeiðin Framflutningar og Farþegaflutningar í maí sem lið í endurmenntunarnámskeiðum atvinnubílstjóra.
Lesa meira

Farmtækni - Nýtt endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra

Á þessu námskeiði er farið í gegnum helstu atriði sem tengjast farmtækni. Að bílstjóri gangi af öryggi frá og festi mismunandi tegundir farms, þekki reglur um, notkun farm- og fylgiskjala sem krafist er í flutningum bæði innanlands sem og á milli landa. Námskeiðið er kennt 18. nóvember kl. 09:00 - 16:00 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Lesa meira