Fara í efni

Vöruflutningar og Mannlegi þátturinn

Haldin verða tvö námskeið í endurmenntun atvinnubílstjóra á Hoffelli dagana 1. september kl 15:00 - 22:00 og 2. september kl 10:00 - 17:00.

  • Vöruflutningar: Rifjað verður upp hvernig bílstjóri gengur af öryggi frá og festi mismunandi tegundir farms. Einnig verður farið yfir reglur um, notkun farm- og fylgiskjala sem krafist er í flutningum bæði innanlands sem og á milli landa.

  • Mannlegi þátturinn: Rætt verður um fagmennsku og þá þekkingu og færni sem búa á bak við hana. Þætti í daglegu lífi og starfsumhverfi sem hafa áhrif á öryggi bílstjórans, heilsufar, andlega og líkamlega líðan. Einkenni þreytu, streitu og kulnunar og viðbrögð þar við verða skoðuð. Vinnuvistfræði, líkamsbeiting, sálræn skyndihjálp á slysstað og fleira.

Bæði námskeiðin verða kennd báða dagana og því verður hópnum skipt í tvennt og svo víxlað.

Námskeiðin hjá Keili byggja á virkri þátttöku nemenda og á vönduðum upptökum á kennsluefninu. Námskeið fer fram í Hoffelli í Austur-Skaftafellssýslu og eru háð lágmarks þátttöku. Verð fyrir stakt námskeið er kr. 19.900. Hægt verður að greiða námskeisgjöld á staðnum.

Samkvæmt nýrri reglugerð verða atvinnubílstjórar (ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D) að sækja endurmenntun á fimm ára fresti. Keilir hefur fengið viðurkenningu Samgöngustofu til að bjóða upp á endurmenntun bílstjóra til farþegaflutninga og vöruflutninga í atvinnuskyni og býður upp á kjarnanámskeið frá og með haustinu 2016.
 
Nánari upplýsingar veitir Margrét Hanna verkefnastjóri hjá Keili. Upplýsingar í síma 578 4079.