Fara í efni

Fréttir

Grunnnámskeið í fjallamennsku og jöklaferðum - Fullbókað

Námskeiðið er ætlað einstaklingum 18 ára og eldri sem vilja öðlast færni og þekkingu á göngum í krefjandi aðstæðum, svo sem fjallamennsku og jöklaferðum.
Lesa meira

Nýstárlegt námsrými í Menntaskólanum á Ásbrú

Þessa dagana er unnið að því að klára aðstöðu nemenda og námsrými skólans sem verður staðsett í þeim hluta aðalbyggingar Keilis sem áður hýsti tæknifræðinám Háskóla Íslands. Keilir hefur verið í samstarfi við IKEA með hugmyndir að skipulagi stofunnar og með húsgögn sem henta slíku námsrými.
Lesa meira

MBL: Mik­il aðsókn í tölvu­leikj­a­nám

Alls bár­ust 92 um­sókn­ir í nýja náms­leið til stúd­ents­prófs með áherslu á tölvu­leikja­gerð hjá Keili.
Lesa meira

Sýklafræði

Í áfanganum er fjallað um mismunandi tegundir og sérkenni sýkla. Fjallað er um byggingu sýkla, umhverfisþætti er móta útbreiðslu sýkla, smitleiðir og helstu smitsjúkdóma. Farið er í grundvallaratriði í sértækum og almennum vörnum líkamans gegn sýklum og fjallað um hlutverk ónæmiskerfisins. Sýklalyf fá nokkra umfjöllun. Fjallað er um smitgát og reglugerðir um smitvarnir. Nemendur munu vinna sjálfstætt fjölbreytileg verkefni í áfanganum.
Lesa meira

45 nýnemar samþykktir í Menntaskólann á Ásbrú

Haustið 2019 hefst nýtt nám til stúdentsprófs í Menntaskólanum á Ásbrú og voru 45 nýnemar samþykktir í námið af tæplega eitt hundrað umsóknum sem bárust.
Lesa meira

Hvað læri ég um tölvuleiki?

Tölvuleikjakjarninn samanstendur af sex áföngum í tölvuleikjagerð, markaðsfræði, frumkvöðlafræði, margmiðlun, heimspeki, eðlisfræði - og listgreinum í bundnu vali.??
Lesa meira

Námskrá fyrir tölvuleikjabrautina

Námsskrá fyrir tölvuleikjabrautina og nánari upplýsingar um einstakar námsgreinar má nálgast á heimasíðu Menntamálastofnunar á námskrá.is. Námsbrautin er starfrækt samkvæmt viðurkenningu Menntamálastofnunar frá 2019 sem nálgast má hér.
Lesa meira

Hvenær byrjar skólinn?

Nýnemadagur verður föstudaginn 16. ágúst og svo hefst kennsla samkvæmt stundatöflu strax mánudaginn á eftir.
Lesa meira

Hvað kostar að fara í námið?

Námsgjöld veturinn 2020 - 2021 eru 67.500 krónur á önn.
Lesa meira

Hvernig fer kennslan fram?

Við verðum með nútíma kennsluhætti, vendinám, þverfaglega vinnu og verkefnamiðað vinnulag. Engin lokapróf og fjölbreytt námsmat sem sinnt er jafnt og þétt. Nútímalegt, sveigjanlegt staðnám. Upphaf vinnudags seinkað í svartasta skammdeginu.??
Lesa meira