Fara í efni

MÁ keppir í fyrstu viðureign Gettu betur í vetur

Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) mætir Menntaskólanum á Egilsstöðum (ME) í fyrstu viðureign Gettu betur í vetur. Keppnin hefst á slaginu kl. 19:00 í kvöld, mánudaginn 9. janúar, og má hlusta í beinni útsendingu á RÁS 2.

Keppnisliðið í ár samanstendur af þeim Braga Strand, Eyrúnu Ingu Einarsdóttur og Róberti Ómari Valberg. Mikil spenna er í loftinu og hefur liðið varið jólafríinu í æfingar fyrir keppnina.

„Við erum klár í slaginn og ætlum að sjálfsögðu að gera okkar besta. Við hlökkum mikið til“ segir Eyrún Inga, sem var önnum kafin við að æfa sig með liðinu fyrir keppnina.

Við óskum þeim góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með.