Fara í efni

Kynningarfundur forráðamanna nýnema

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema 2022 var haldinn á dögunum í Menntaskólanum á Ásbrú. Á fundinn mættu forráðamenn nýnema, námsráðgjafar MÁ, fulltrúar tölvudeildar, kennsluráðgjafi, áfangastjóri og forstöðumaður.

Fluttar voru stuttar kynningar um skólann og þá þjónustu sem nemendur hafa aðgang að. Forráðamönnum gafst tækifæri að spjalla við starfsfólk og skoða að lokum aðstöðuna í MÁ.

Ingigerður forstöðumaður menntaskólans var ánægð með kynningarfundinn og sagði mikilvægt að forráðamönnum finni að þeir eru velkomnir í skólann. Samstarf heimilis og skóla getur skipt sköpum við að styðja nemendur á þeirra vegferð í námi.