Fara í efni

Fréttir

"Besta ákvörðun sem ég hef tekið"

Átta nemendur brautskráðust í fjórðu útskrift námsbrautar Keilis í fótaaðgerðafræði. Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis flutti ávarp og stýrði útskriftinni. Arnheiður S. Þorvaldsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur með 9,5 í meðaleinkunn.
Lesa meira

Dagskrá Vinnuverndarskólans vorið 2021

Vorið 2021 mun Vinnuverndarskóli Íslands bjóða breitt úrval námskeiða á sviði vinnuverndar. Um er að ræða bæði opin námskeið sem nemendur geta hafið hvenær sem er og ástundað á eigin hraða sem og námskeið með vinnustofu sem bjóða upp á að dýpka skilninginn með lifandi umræðum og endurgjöf leiðbeinanda.
Lesa meira

Vinnuverndarstarf á skrifstofu

Á námskeiðinu er farið er yfir vinnuverndarstarf sem á að fara fram á öllum vinnustöðum. Fjallað er um áhættumat á skrifstofum og farið er yfir fimm megin svið þess.
Lesa meira

Vinna í lokuðu rými

Á námskeiði um vinnu í lokuðu rými er fjallað um mikilvægi þess að gera áhættumat áður en vinna hefst íu lokuðu rými, hvaða búnað þurfi að vera til staðar, hvenær gefa þurfi út gaseyðingarvottorð og fleira.
Lesa meira

Vinna með hættuleg efni

Á námskeiði um vinnu með hættuleg efni er fjallað um meðferð, leiðbeiningar, merkingar, umbúðir, notkun og geymslu efna. Farið er yfir öryggisblöð og hvernig megi nálgast þau ásamt mengunarmörkum og gildi góðrar loftræstingar. Þá er fjallað um notkun persónuhlífa og mikilvægi aðgengis að neyðarbúnaði vegna efnaslysa s.s. neyðarsturtu og augnskoli. Þá verður tölfræði efnaslysa könnuð.
Lesa meira

Undirbúningur fyrir ÍAK einkaþjálfaranám

Íþróttaakademía Keilis býður upp á ný undirbúningsnámskeið fyrir þá sem stefna á ÍAK einkaþjálfaranám.
Lesa meira

Nýtt námskeið: Brúarkrananámskeið

Vinnuverndarskóli Íslands hefur nú bætt brúarkrananámskeiði við námsframboð sitt. Námskeiðið hefur þegar verið lagt fyrir yfir 200 starfsmenn Norðuráls með góðum árangri og er viðbót við Grunnnámskeið vinnuvéla sem veitir réttindi á allar réttindaskyldar vinnuvélar og hefur notið nokkurra vinsælda hjá skólanum.
Lesa meira

Brúkrananámskeið

Brúkrananámskeið Vinnuverndarskólans fer alfarið fram í fjarnámi, nemendur horfa og hlusta á stutta fyrirlestra þegar þeir vilja. Það er ekkert lokapróf á námskeiðinu heldur taka nemendur jafnóðum próf eftir hvern hluta.
Lesa meira

Spennandi tækifæri fyrir nemendur sem stefna á ÍAK einkaþjálfaranám

Undirbúningur fyrir ÍAK einkaþjálfaranám verður í boði fyrir þá nemendur sem vantar fáa áfanga í viðbót til að uppfylla inntökuskilyrði í ÍAK einkaþjálfaranám. Þannig geta nemendur sótt undirbúningsáfanga í opnum framhaldsskólaáföngum til þess að bætt við sig allt að 30 framhaldsskólaeiningum í því skyni að uppfylla inntökuskilyrði ÍAK einkaþjálfaranáms.
Lesa meira

Skapandi tækifæri í ævintýraleiðsögn

„Ég vissi alltaf að ég elskaði ævintýra lífstílinn, en ég bjó einnig yfir mikilli sköpunargáfu og ég var ekki viss um að ég gæti fundið mér stað innan ævintýraíþrótta og ferðamannaiðnaðinum. Námið í ævintýraleiðsögn sýndi mér að það var mögulegt – að þar væru svo mörg skapandi tækifæri."
Lesa meira