Fara í efni

Fréttir

Vinnuverndarnámskeið fyrir 15-17 ára unglinga í vinnuskólum

Á námskeiðinu er farið yfir hvað unglingar á aldrinum 15-17 ára mega vinna við hjá vinnuskólum. Helstu málaflokkar vinnuverndarinnar eru teknir fyrir með sérstaka áherslu á það sem þessi hópur vinnur við s.s. sópa, raka, tína rusl, reita arfa, mála, garðvinnu o.s.frv. Sérstakur kafli er um vinnu með sláttuvélum og háþrýstidælum en munur er á hvaða vélar einstaklingar á þessu aldursbili mega nota og til hvers.
Lesa meira

Vinnuverndarnámskeið fyrir 13-14 ára börn í vinnuskólum

Á námskeiðinu er farið yfir hvað 13-14 ára börn mega vinna við hjá vinnuskólum. Helstu málaflokkar vinnuverndarinnar eru teknir fyrir með sérstaka áherslu á það sem þessi hópur vinnur við s.s. sópa, raka, tína rusl, reita arfa, mála, garðvinnu o.s.frv.
Lesa meira

Vinnuverndarnámskeið fyrir flokkstjóra í vinnuskólum

Á námskeiði fyrir flokkstjóra í vinnuskólum er farið yfir hvað ungmenni á aldrinum 13-17 ára mega vinna við hjá vinnuskólum. Reglugerð um vinnu barna og unglinga (1999) er kynnt fyrir nemendum ásamt hugtökum sem í henni eru notuð s.s. „hættuleg vinna“.
Lesa meira

Svalasta skólastofa landsins

Við Keili er hægt að leggja stund á átta mánaða langt leiðsögunám í ævintýraferðamennsku, en boðið hefur verið upp á námið í samstarfi við Thompson Rivers háskólann í Kanada frá árinu 2013.
Lesa meira

Nýr forstöðumaður leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku

Ragnar Þór Þrastarson hefur verð ráðinn til þess að stýra námi í ævintýraferðamennsku sem Keilir hefur boðið upp á frá árinu 2013.
Lesa meira

Nú er rétti tíminn til að sækja sér vinnuvélaréttindi

Grunnnámskeið vinnuvéla við Vinnuverndarskóla Íslands veitir víðtæk atvinnuréttindi sem geta greitt veginn í atvinnuleit á fjölbreyttu sviði. Á fimmta hundrað einstaklinga hefur lokið vinnuvélanámi skólans með góðum árangri bæði á eigin vegum og í gegnum vinnuveitanda.
Lesa meira

Vorið í vinnuvernd

Vorið stendur aðeins á sér þessa dagana en við látum það ekki draga okkur um of niður og bjóðum fjölbreytt úrval námskeiða í apríl. Bæði námskeið með vinnustofum í fjarnámi og opin fjarnámskeið sem hægt er að hefja hvenær sem er.
Lesa meira

Verkstjóranámskeið

Farið er yfir ábyrgð og skyldur verkstjóra á vinnustað. Á námskeiðinu er farið yfir helstu málaflokka vinnuverndar, s.s. áhættumat, hávaða, lýsingu, inniloft, efni og efnahættur, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, einelti og áreitni, vinnuslys og notkun persónuhlífa.
Lesa meira

Mikil ásókn í Fótaaðgerðafræði

Opið er fyrir umsóknir í nám í Fótaaðgerðafræði og hefur mikill fjöldi umsókna þegar borist. Námið er hið eina sinna tegundar á Íslandi. Bóklegur hluti námsins fer fram í fjarnámi en staðlotur eru haldnar í aðalbyggingu Keilis í Reykjanesbæ.
Lesa meira

Occupational Health and Safety 101

The Icelandic School for Occupational Health and Safety at Keilir offers a distance learning course in English focusing on the fundementals of occupational health and safety issues in the workplace.
Lesa meira