Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þær námsleiðir sem eru í boði í Heilsuakademíu Keilis.
ÍAK einkaþjálfaranám
Námið er í heild 180 eininga starfsnám á þriðja hæfnisþrepi. Sérgreinahluti námsins er 80 einingar sem kenndar eru á einum vetri. Markmiðið með náminu er að skapa framúrskarandi einkaþjálfara sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á heilbrigðum lífsstíl og hæfni til að búa til einstaklingsmiðaðar þjálfunaráætlanir á sviði styrktar- og þolþjálfunar. Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna (áður LÍN).
ÍAK styrktarþjálfari
ÍAK styrktarþjálfari er einstakt nám fyrir áhugafólk um styrktarþjálfun íþróttafólks á afreksstigi. Námið er mjög hagnýtt, hnitmiðað og skipulagt af íslenskum og erlendum sérfræðingum úr heimi styrktarþjálfunar. Námstímin er einn vetur en gerð er krafa að umsækjendur hafi lokið a.m.k. sem nemur hálfu stúdentsprófi eða um það bil 100 framhaldsskólaeiningum. Að námi loknu fá nemendur viðurkenningu sem ÍAK styrktarþjálfari.
Fótaaðgerðafræði
Fótaaðgerðarfræði sem er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Nám í fótaaðgerðafræði er í heild 199 einingar og þarf af eru 90 einingar tileinkaðar sérgreinum fótaaðgerðafræðinnar og eru kenndar á þremur önnum.
Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ
Tilgangur námskeiðsins er að aðstoða nemendur við undirbúning fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ fyrir læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Námskeiðið var fyrst haldið á vordögum árið 2003 og byggir því á sterkum grunni. Námskeiðsgögnin eru fjölbreytt og eru uppfærð á hverju ári. Mjög mikil ánægja hefur verið með námskeiðið og hefur meðaleinkunn þess verið tæplega 10 af 10 mögulegum hjá þeim sem hafa sótt námskeiðið. Námskeiðsgjaldið er mjög hóflegt og því fæst hér mikið fyrir lítið.
Vinnuverndarskóli Íslands
Vinnuverndarskóli Íslands sérhæfir sig í sveigjanlegri og skilvirkri vinnuverndarfræðslu sem lagar sig að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig. Skólinn hóf starf sitt við upphaf árs 2020 og hefur úrval námskeiða farið stöðugt vaxandi síðan þá.