Fara í efni

Vorið í vinnuvernd

Vorið stendur aðeins á sér þessa dagana en við látum það ekki draga okkur um of niður og bjóðum fjölbreytt úrval námskeiða í apríl. Bæði námskeið með vinnustofum í fjarnámi og opin fjarnámskeið sem hægt er að hefja hvenær sem er.

 

Verkstjóranámskeið

Verkstjóranámskeið Vinnuverndarskóla Íslands er ætlað verkstjórum, flokkstjórum og öðrum stjórnendum fyrirtækja sem umhugað er um vinnuvernd og öryggi á vinnustað. 

Á námskeiðinu öðlast þátttakendur aukna þekkingu á ábyrgð og skyldum verkstjóra varðandi vinnu og vinnuumhverfi. Þá bæta þeir við þekkingu sína á vinnuverndarmálum og hafa í kjölfarið aukin færi á því að bæta vinnuumhverfið og fækka slysum og veikindadögum.

Námskeiðið er kennt í vendinámi en áður en námskeið hefst fá nemendur aðgang að fyrirestrum og lesefni sem þeir glöggva sig á áður en þeir mæta í tveggja klukkustunda fjarkennslustund. Þar byrjar kennarinn á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins og í kjölfarið fara fram umræður og verkefnavinna.

Næsta Verkstjóranámskeið verður haldið þann 20. apríl

Frekari upplýsingar og skráning

 

Námskeið á döfinni:

Öryggismenning
13. apríl - fjarnám
Á þessu námskeiði er gerð grein fyrir því hvernig hægt er að innleiða öryggismenningu á vinnustað, þ.e. breyta hugsun og hegðun starfsmanna og stjórnenda til langs tíma. 

Frekari upplýsingar og skráning
   

Grunnnámskeið vinnuvéla
Lokapróf 21. apríl í Keili
Námskeiðið veitir réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar auk brúkrana sem ekki eru réttindaskyldir. Þátttakendur geta hafið nám hvenær sem er og lagt stund á það á sínum hraða svo það hentar vel með vinnu.

Frekari upplýsingar og skráning

   

Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir
28. apríl - fjarnám
Námskeiðið veitir þátttakendum aukna þekkingu á vinnuverndarmálum og tækifæri til að bæta vinnuumhverfi sitt, fækka slysum og veikindadögum og stuðla að bættri líðan starfsmanna.

Frekari upplýsingar og skráning

   

Opin fjarnámskeið
Opin alltaf - fjarnám
Hefðu nám hvenær sem er og stundaðu á eigin hraða á opnum fjarnámskeiðum Vinnuverndarskólans. Við bjóðum upp á námskeiðin Vinnuvernd 101, Grunnámskeið Vinnuvéla, Brúkrananámskeið og Sóttvarnir og hreinlæti á vinnustöðum í fullu fjarnámi.

Frekari upplýsingar og skráning

 

 

Fréttabréf Vinnuverndarskóla Íslands

Vinnuverndarskóli Íslands sendir reglulega frá sér fréttabréf þar sem við fjöllum um námskeið á döfinni, nýjar viðbætur og skemmtilegar fréttir af starfinu. Hér má sjá nýjasta eintak fréttabréfsins. Smelltu á hlekkinn hér að neðan og fáðu allar nýjustu fréttir af starfi skólans.

Skrá mig á póstlistann