Fara í efni

90% höfðu tekið undirbúningsnámskeiðið

Þátttakendur í undirbúningsnámskeiðinu hjá Inntökupróf.is árið 2021-2022 voru 336 í heildina. Þegar þeir sem komust inn í læknisfræðina voru spurðir hvort þeir hefðu setið námskeiðið kom í ljós að 90% þeirra sem svöruðu höfðu annað hvort verið á námskeiðinu það ár eða setið það fyrri ár. Sjá niðurstöður á mynd

Kennsla í streymi

Streymt er frá öllum fyrirlestrum og þeir í framhaldi settir inn á kennsluvef námskeiðsins. Einnig er í boði að koma fyrirspurnum til kennara í gegnum fjarfundarbúnað í dæmatímum og því geta allir sótt námskeiðið hvar sem þeir eru staddir í heiminum.

Handbók námskeiðs (biblían)

Handbók námskeiðins, svo kölluð "Biblía",  er uppfærð árlega með gagnlegum upplýsingum fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ. Uppfærð útgáfa birtist á kennsluvef námskeiðsins í september ár hvert.

Stoðtímar

Skipulögð dagskrá hefst í janúar með vikulegum stoðtímum, í húsnæði HÍ við Stakkahlíð, sem standa fram í apríl. Fyrri hluti stoðtímanna fer í fyrirlestur en seinni hlutinn í dæmatíma þar sem kennarar og aðstoðarfólk ganga um stofuna og aðstoða við úrlausn úthlutaðra verkefna. Athugið að fyrirlestrarnir eru í beinu streymi og því er námskeiðið aðgengilegt öllum, óháð staðsetningu. Einnig er mögulegt að fá aðstoð í dæmatímum gegnum fjarfundarforrit (Teams). Nánar

Vorfyrirlestrar

 Í endaðan maí og fram að Inntökuprófi Læknadeildar HÍ í júní eru daglegir fyrirlestrar í húsnæði HÍ. Nánar

Kennsluvefur

Við skráningu fá þátttakendur aðgang að kennsluvef námskeiðsins sem inniheldur æfingaefni og upptökur af fyrirlestrum fyrri ára. Kennslukerfið sem notað er heitir Moodle og hægt að skrá sig inn hér.

Kynningarmyndband

Hér má sjá myndband frá kynningarfundi sem haldinn var 13. október 2022.

Kynningarfundur 1.október

Kynningarfundur á undirbúningsnámskeiði fyrir læknisfræði, tannlæknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði verður haldin þann 1.október í stofu HT -101 í Háskóla Íslands klukkan 17:30.

Vantar þig frekari upplýsingar?