Fara í efni

Vinnuverndarskóli Íslands heldur vinnuvélapróf á Sauðárkróki

Vinnuverndarskóli Íslands mun halda lokapróf í Grunnnámskeiði vinnuvéla á Sauðárkróki fimmtudaginn 25. mars næstkomandi kl. 13. Prófið verður haldið í húsnæði Tengils að Hesteyri 2.

Grunnnámskeið vinnuvéla veitir réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar auk brúkrana sem ekki eru réttindaskyldir. Þátttakendur geta hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur kennsluréttindi að námskeiði loknu.

Hægt er að hefja námið hvenær sem er. Þátttakendur geta lagt stund á námið á sínum hraða og þannig hentar námskeiðið vel með vinnu. Reikna má með að það taki a.m.k. 10-12 daga að lágmarki að ljúka námskeiðinu, en það þarf að ljúka því innan tveggja mánaða. Þegar þátttakendur hafa lokið öllu kennsluefninu í fjarnáminu mæta þeir í kennslustofu og taka lokapróf.

Frekari upplýsingar og skráning