Fara í efni

Ævintýraleiðsögunám á tímum eldsumbrota

Eldgosið við Fagradalsfjall að næturlagi
Eldgosið við Fagradalsfjall að næturlagi

Opið er fyrir umsóknir í leiðsögunám í ævintýraferðamennsku en næsti hópur mun hefja nám í ágúst 2021.

Ævintýraleiðsögunám er átta mánaða nám á háskólastigi á vegum Thompson Rivers University í Kanada. Námið hentar vel þeim sem hafa áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður.

Eldsumbrotin í Geldingardal við Fagradalsfjall mynda einstakt tækifæri fyrir nemendur í ævintýraleiðsögn. Gosið er heldur lítið og ekki áætlað að mikil hætta stafi af því. Almannavarnir hafa opnað fyrir aðgengi almennings að gosstöðvum, en þó er mælst til þess að fyllstu varúðar sé gætt á vegi um svæðið sem er UNESCO hnattrænn jarðvangur.

Því höfum við ákveðið að bæta við áfanga um læra leiðsögn á tímum eldsumbrota sem mun veita nemendum í næsta árgangi ævintýraleiðsögunema sérstaka þjálfun varðandi leiðsögn í gosumhverfi og tækifæri til þess að upplifa gosið í návígi. Enda Keilir næst gosstöðvunum af þeim sem bjóða menntun á framhalds- og háskólastigi.

Nemendur sem lokið hafa ævintýraleiðsögunámi hafa möguleika á að vinna á óhefðbundnum, fjölbreyttum og síbreytilegum starfsvettvangi með góðum starfsmöguleikum víða um heim í ört vaxandi starfsgrein.

Frekari upplýsingar um leiðsögunám í ævintýraferðamennsku