Fara í efni

Um Heilsuakademíuna

Heilsuakademía Keilis er einn fjögurra skóla Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. Heilsuakademían býður upp á fjölbreytt nám sem tengist heilsu og heilsueflingu.

  • Boðið hefur verið upp á nám í einkaþjálfun frá stofnun allt frá stofnun Keilis árið 2007. Námið hefur notið mikilla vinsælda frá upphafi og er nú orðið viðurkennt starfsnám á þriðja hæfniþrepi samkvæmt reglum Menntamálaráðuneytis.
  • Árið 2013 var farið af stað með leiðsögunám sem heitir Adventure Guide Certificate í samstarfi við kanadíska háskólann Thompson Rivers University. Námið er því á háskólastigi og telur 60 ECTS einingar.
  • Nám í styrktarþjálfun íþróttafólks hefur verið í boði frá árinu 2015 og hefur náð að festa sig í sessi sem valmöguleiki fyrir þá sem hafa áhuga fyrir þjálfun innan íþróttageirans.
  • Nám í fótaaðgerðfræði var tekið upp árið 2017 og er viðurkennt starfsnám á þriðja hæfniþrepi samkvæmt reglum mennta- og menningarmálaráðuneytis. Fótaðgerðafræðingur er lögverndað starfsheiti og veitir Embætti landlæknis útskrifuðum nemendum starfsleyfi.
  • Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ færðist yfir til Keilis árið 2018 eftir að hafa farið fyrst af stað árið 2003. Námskeiðið hefur notið mikilla vinsælda meðal þeirra sem hyggja á nám í læknisfræði eða sjúkraþjálfunarfræði og hefur hefur nemendafjöldi talið nokkur hundruð á hverju ári.
  • Vinnuverndaskóli Íslands bættist svo í flóruna snemma árs 2020 og þar eru í boði ýmis námskeið sem öll tengjast vinnuvernd s.s. námskeið um slysaforvarnir og námskeið sem veita réttindi til starfa á vinnuvélum. 

Smellið hér til að skoða námsframboð Heilsuakademíunnar nánar.

Verið velkomin í nám við Heilsuakademíu Keilis.
Dr. Elvar Smári Sævarsson
Forstöðumaður Heilsuakademíu