Fara í efni

Fréttir

Opnaði heilsuræktarstöð eftir útskrift úr ÍAK einkaþjálfun

Erna Rún Magnúsdóttir útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari frá Heilsuakademíu Keilis árið 2019 og opnaði hún í beinu framhaldi heilsuræktarstöð í Grindavík. Í dag er heilsuræktarstöðin, Portið, eingöngu fyrir konur þar sem mikil áhersla er lögð á persónulega þjónustu og þjálfun.
Lesa meira

Grunnnámskeið vinnuvéla: Hvar og hvenær sem er

Heilsuakademía Keilis býður uppá Grunnnámskeið vinnuvéla sem er kennt í gagnvirku fjarnámi. Að námskeiði loknu hljóta þátttakendur bókleg réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar á Íslandi.
Lesa meira

Staðlotur í Undirbúningsnámskeiði fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ ganga vel

Lesa meira

Nýr verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands

Lesa meira

Sjúkraliði dúxar í fótaaðgerðafræði

Sandra Friðriksdóttir út­skrifaðist í síðustu viku úr fótaaðgerðafræði Heilsuakademíu Keilis og hlaut hún 9,65 í meðaleinkunn sem er sú hæsta í sögu skólans meðal útskriftarnema fótaaðgerðafræðinnar. Sandra, sem er einnig lærður sjúkraliði, sagði að mikill áhugi á námsefninu, aðstoð kennara, hjálpsemi og skemmtilegur félagsskapur bekkjarfélaga hafi lagt grunninn að þessum árangri. Að auki krafðist þetta mikillar skipulagningar, sérstaklega í ljósi þess að Sandra er þriggja barna móðir.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Adventure Guide Certificate

Í samstarfi við Thompsons Rivers University, býður Heilsuakademía Keilis upp á spennandi leiðsögunám sem ber nafnið Adventure Guide Certificate (AGC). Um er að ræða 60 eininga (ECTS), átta mánaða lánshæft nám á háskólastigi sem hentar vel einstaklingum sem hafa áhuga á útivist, vilja takast á við áskoranir og horfa til þess að starfa í hinu sí vaxandi umhverfi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í ÍAK einkaþjálfun

Fyrri umsóknarfresti í ÍAK einkaþjálfun lýkur 20.febrúar næstkomandi og hvetjum við alla sem stefna á ÍAK einkaþjálfaranám að sækja um fyrir þann tíma.
Lesa meira

Tímabókanir hjá nemendum í fótaaðgerðafræði

Almenningi stendur til boða að bóka tíma hjá nemendum í fótaaðgerðafræði í febrúar og mars.
Lesa meira

Landsliðsþjálfari kennir í ÍAK styrktarþjálfaranámi Keilis

Á dögunum hélt Dietmar Wolf staðlotu í ÍAK styrktarþjálfaranámi Keilis. Wolf hefur um áraraðir gegnt stöðu aðalráðgjafa norska kraftlyftingasambandsins ásamt því að hafa sinnt starfi yfirþjálfara norska landsliðsins í kraftlyftingum. Hann hefur einnig starfað sem yfirþjálfari þýska landsliðsins í kraftlyftingum, haft umsjón með rannsóknum í styrktarþjálfun og verið yfirmaður fræðslumála og þróun æfingarkerfa norska kraftlyftingasambandsins. Wolf hefur einnig hlotið æðsta heiður evrópska kraftlyftingasambandsins EWF þegar hann var vígður inn í frægðarhöll sambandsins árið 2010.
Lesa meira

ÍAK einkaþjálfaranemar í heimsóknum á heilsuræktarstöðvar

Á dögunum fóru ÍAK einkaþjálfaranemar í heimsókn á heilsuræktarstöðvar. Farið var í heimsókn til þriggja stöðva sem eiga það allar sameiginlegt að vera í eigu fyrrverandi nemenda úr ÍAK náminu hjá Keili og opnuðu sína eigin stöð í framhaldinu.
Lesa meira