Fara í efni

Fréttir

Fótaaðgerðafræði nýtur vaxandi vinsælda

Mikil aðsókn hefur verið í nám í fótaaðgerðafræði hjá Heilsuakademíu Keilis undanfarin misseri. Mikil vöntun virðist vera á fótaaðgerðafræðingum hér á landi þar sem sífellt fleiri nýta sér þjónustu þeirra. Opnað var fyrir umsóknir í næsta hóp á dögunum og eru sætin óðum að fyllast.
Lesa meira

Opið fyrir skráningar á Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ

Opnað var fyrir skráningar á undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf Læknadeildar Háskóla Íslands 11. ágúst.
Lesa meira

Tímabókanir hjá nemendum í fótaaðgerðafræði

Almenningi stendur til boða að bóka tíma hjá nemendum í fótaaðgerðafræði í ágúst og september.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í fótaaðgerðafræði

Opið er fyrir umsóknir í næsta hóp fótaaðgerðafræðinnar. Námið er hið eina sinna tegundar á Íslandi og býður uppá góða atvinnumöguleika um land allt.
Lesa meira

„Lífið er stutt og það er eins gott að lifa því til fulls“

Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir, 47 ára móðir og flugfreyja til 20 ára, útskrifaðist á dögunum úr ÍAK einkaþjálfun með glæsibrag og hlaut hún viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Guðrún er fædd og uppalin á Akureyri og hefur hún alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum. „Ég hef áhuga á nánast öllum íþróttum enda ólst ég upp í sportvöruverslun föður míns á Akureyri og á KA vellinum. Einnig hef ég áhuga á öllu er viðkemur útivist, ferðalögum, heildrænni heilsu og almennri vellíðan fólks. Sú hreyfing sem ég stunda mest eru utanvegahlaup en þar hef ég náð að sameina áhuga minn á hreyfingu, útivist og náttúru.“
Lesa meira

Útskrift Heilsuakademíu í júní 2022

Heilsuakademía Keilis útskrifaði alls 58 nemendur, 30 ÍAK einkaþjálfara, 16 ÍAK styrktarþjálfara og 11 nemendur úr Advendure Guide Certificate. Elvar Smári Sævarsson forstöðumaður Heilsuakademíunnar flutti ávarp og afhenti viðurkenningar ásamt Haddý Önnu Hafsteinsdóttur, verkefnastjóra ÍAK náms og Ragnari Þór Þrastarsyni, verkefnastjóra Adventure Guide Certificate náms. Hákon Aðalsteinsson hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnema úr Advendure Guide Certificate náminu og Elva Björg Jónsdóttir hélt ræðu fyrir hönd ÍAK einka- og styrktarþjálfara.
Lesa meira

ÍAK einkaþjálfun hefst næst haustið 2022

ÍAK einkaþjálfaranám Heilsuakademíu Keilis fer næst af stað 15. ágúst 2022.
Lesa meira

Opnaði heilsuræktarstöð eftir útskrift úr ÍAK einkaþjálfun

Erna Rún Magnúsdóttir útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari frá Heilsuakademíu Keilis árið 2019 og opnaði hún í beinu framhaldi heilsuræktarstöð í Grindavík. Í dag er heilsuræktarstöðin, Portið, eingöngu fyrir konur þar sem mikil áhersla er lögð á persónulega þjónustu og þjálfun.
Lesa meira

Grunnnámskeið vinnuvéla: Hvar og hvenær sem er

Heilsuakademía Keilis býður uppá Grunnnámskeið vinnuvéla sem er kennt í gagnvirku fjarnámi. Að námskeiði loknu hljóta þátttakendur bókleg réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar á Íslandi.
Lesa meira

Staðlotur í Undirbúningsnámskeiði fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ ganga vel

Lesa meira