Fara í efni

Fréttir

Nýr verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands

Lesa meira

Sjúkraliði dúxar í fótaaðgerðafræði

Sandra Friðriksdóttir út­skrifaðist í síðustu viku úr fótaaðgerðafræði Heilsuakademíu Keilis og hlaut hún 9,65 í meðaleinkunn sem er sú hæsta í sögu skólans meðal útskriftarnema fótaaðgerðafræðinnar. Sandra, sem er einnig lærður sjúkraliði, sagði að mikill áhugi á námsefninu, aðstoð kennara, hjálpsemi og skemmtilegur félagsskapur bekkjarfélaga hafi lagt grunninn að þessum árangri. Að auki krafðist þetta mikillar skipulagningar, sérstaklega í ljósi þess að Sandra er þriggja barna móðir.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Adventure Guide Certificate

Í samstarfi við Thompsons Rivers University, býður Heilsuakademía Keilis upp á spennandi leiðsögunám sem ber nafnið Adventure Guide Certificate (AGC). Um er að ræða 60 eininga (ECTS), átta mánaða lánshæft nám á háskólastigi sem hentar vel einstaklingum sem hafa áhuga á útivist, vilja takast á við áskoranir og horfa til þess að starfa í hinu sí vaxandi umhverfi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í ÍAK einkaþjálfun

Fyrri umsóknarfresti í ÍAK einkaþjálfun lýkur 20.febrúar næstkomandi og hvetjum við alla sem stefna á ÍAK einkaþjálfaranám að sækja um fyrir þann tíma.
Lesa meira

Tímabókanir hjá nemendum í fótaaðgerðafræði

Almenningi stendur til boða að bóka tíma hjá nemendum í fótaaðgerðafræði í febrúar og mars.
Lesa meira

Landsliðsþjálfari kennir í ÍAK styrktarþjálfaranámi Keilis

Á dögunum hélt Dietmar Wolf staðlotu í ÍAK styrktarþjálfaranámi Keilis. Wolf hefur um áraraðir gegnt stöðu aðalráðgjafa norska kraftlyftingasambandsins ásamt því að hafa sinnt starfi yfirþjálfara norska landsliðsins í kraftlyftingum. Hann hefur einnig starfað sem yfirþjálfari þýska landsliðsins í kraftlyftingum, haft umsjón með rannsóknum í styrktarþjálfun og verið yfirmaður fræðslumála og þróun æfingarkerfa norska kraftlyftingasambandsins. Wolf hefur einnig hlotið æðsta heiður evrópska kraftlyftingasambandsins EWF þegar hann var vígður inn í frægðarhöll sambandsins árið 2010.
Lesa meira

ÍAK einkaþjálfaranemar í heimsóknum á heilsuræktarstöðvar

Á dögunum fóru ÍAK einkaþjálfaranemar í heimsókn á heilsuræktarstöðvar. Farið var í heimsókn til þriggja stöðva sem eiga það allar sameiginlegt að vera í eigu fyrrverandi nemenda úr ÍAK náminu hjá Keili og opnuðu sína eigin stöð í framhaldinu.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í fótaaðgerðafræði

Opið er fyrir umsóknir í næsta hóp fótaaðgerðafræðinnar sem fer af stað í janúar 2022. Námið er hið eina sinna tegundar á Íslandi og býður uppá góða atvinnumöguleika um land allt. Útskrifaðir nemendur hafa gjarnan hafið störf á fótaaðgerðastofum eða stofnað sínar eigin stofur.
Lesa meira

Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ

Keilir stendur fyrir opnum kynningarfundum fyrir þá sem hyggjast þreyta inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði á næsta ári.
Lesa meira

Aukið hungur í ævintýri

Ævintýraleiðsögumaðurinn Linas Kumpaitis hefur alla tíð verið náttúruunnandi og naut þess að ferðast um og skoða náttúruna. Hann hafði þó alltaf nagandi tilfinningu um að hann væri ekki að gera hlutina alveg rétt, væri ekki nógu undirbúinn og að taka of miklar áhættur.
Lesa meira