Fara í efni

ÍAK Styrktarþjálfun

Nám í ÍAK styrktarþjálfun verður ekki í boði í Keili á haustönn 2024.

Hraðar, hærra, Sterkar

ÍAK styrktarþjálfari er einstakt nám fyrir áhugafólk um styrktarþjálfun íþróttafólks á afreksstigi. Námið er mjög hagnýtt, hnitmiðað og skipulagt af íslenskum og erlendum sérfræðingum úr heimi styrktarþjálfunar. Nemendur útskrifast með viðurkenningu sem ÍAK styrktarþjálfarar.

Námið er sniðið til að mæta þörfum fólks sem hefur áhuga á að vinna með íþróttafólki. Einnig nýtist námið íþróttafólkinu sjálfu sem æfir undir eigin handleiðslu. Farið er ítarlega í gerð þjálfunaráætlana fyrir mismunandi þjálfunartímabil hvort sem er fyrir einstaklinga eða lið. Kennd verða hagnýt afkastagetupróf, mismunandi aðferðir lyftinga, upphitunaraðferðir fyrir æfingar og leiki, allt eftir eðli íþróttagreinar, og kraft-, hraða- og snerpuþjálfun. Einnig verður lögð áhersla á næringu íþróttafólks.

Allir kennarar námsins hafa mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. Íslenskir sérfræðingar okkar hafa kennt við ÍAK námið við góðan orðstír. Erlendir sérfræðingar koma að nokkrum áföngum og færa með sér sérfræðiþekkingu úr rótgrónu umhverfi styrktarþjálfunar erlendis frá. 

Inntökuskilyrði

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi reynslu af íþróttum og líkamsrækt og séu í góðu líkamlegu formi. Þeir sem hafa lokið námi í ÍAK Einkaþjálfun, háskólaprófi eða stúdentsprófi njóta forgangs í námið. Gerð er lágmarkskrafa um 100 framhaldsskólaeiningar (sbr. hálft stúdentspróf).

Umsækjendur eru hvattir til að vanda umsókn og senda inn umbeðin gögn s.s. ferilskrá, afrit af skólaskírteini, persónulegt bréf og passaljósmynd. Í persónulegu bréfi sem óskað er eftir í umsókninni skal umsækjandi m.a. segja frá sjálfum sér, hvers vegna sótt sé um námið og hvert markmiðið sé með því að sækja þetta nám. Öllum umsóknum er svarað. Athugið að fjöldatakmarkanir eru í námsbrautina.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi aðgang að líkamsræktaraðstöðu á meðan námi stendur til æfinga og gilt skyndihjálparskírteini við útskrift.

Umsækjendur með viðeigandi grunnmenntun: ÍAK einkaþjálfarar, íþróttafræðingar og sjúkraþjálfarar geta sótt um að fá haustönn metna.  

Samsetning og fyrirkomulag náms

Námið er kennt á tveimur önnum, haustönn og vorönn í fjarnámi með staðlotum sem fara fram í húsnæði Keilis á Ásbrú. Mætingaskylda er í staðlotur. Heildar einingafjöldi námsins er 65 feiningar sem jafngilda amk 1170 klst vinnu nemenda. Athugið að breytingar geta orðið á áföngum milli ára þar sem við erum stöðugt að þróa námið.

 Fyrri önn sérgreina (haust)

Seinni önn sérgreina (vor) 

Markmið námsins

Markmið námsins er að skapa framúrskarandi styrktarþjálfara sem hafa hæfni til að búa til einstaklingsmiðaðar æfingaáætlanir fyrir íþróttafólk og íþróttalið með það að markmiði að hámarka líkamlega afkastagetu þeirra og lágmarka hættu á meiðslum. Ásamt því að nemendur skilji samþættingu styrktarþjálfunar og íþróttaþjálfunar einstaklinga úr ólikum íþróttagreinum.

Upplýsingar fyrir nemendur

Hér má nálgast ýmsar upplýsingar til nemenda s.s. skóladagatal, stundaskrá og bókalista. Birt með fyrirvara um breytingar.

Skólaárið 2023-2024

Algengar spurningar

Get ég stundað námið hvar sem er á landinu?

Námið er skipulagt sem fjarnám með staðlotum um ákveðnar helgar. Nemendur geta auðveldlega stundað námið hvar sem er á landinu en þurfa þó að mæta í staðloturnar. Fjölmargir sem búa fjarri Ábrú á Reykjanesi hafa lokið náminu.

Er mögulegt að vinna með náminu?

Ekki er ráðlagt að vinna með náminu þar sem álagið í náminu er mikið. Umfang námsins er sem nemur fullu námsári á framhaldsskólastigi eða rúmar 60 einingar.

Hvað kostar námið?

Upplýsingar um námsgjöld er að finna í verðskrá Heilsuakademíunnar.

Er námið hugsað fyrir fólk á ákveðnum aldri?

Nei, námið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á þjálfun íþróttafólks, óháð aldri og kyni. 

Er gerð krafa um að nemendur séu í góðu líkamlegu ástandi?

Þar sem tæknilegar og erfiðar æfingar eru hluti námsins er mikilvægt að nemendur séu í góðu líkamlegu ástandi og hafi einhverja reynslu af styrktarþjálfun.

Get ég tekið námslán fyrir skólagjöldum?

Menntasjóður námsmanna lánar ekki fyrir skólagjöldum í ÍAK Styrktarþjálfun.

Hvaða undirbúning þarf ég hafa til að geta komist inn?

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið að lágmarki 100 einingum í framhaldsskóla.

 

 

ÍAK Styrktarþjálfun er klárlega skemmtilegasta nám sem ég hef farið í en þar fékk ég kennslu frá mörgum virkilega góðum kennurum sem hafa góða reynslu og hæfni á sínu sviði. Reynslu sem hefur nýst mér virkilega mikið í minni þjálfun hvort sem það er í almennri líkamlegri þjálfun eða þegar ég vinn með íþróttafólki.

Bjarki Rúnar Sigurðsson - Styrktarþjálfari