Fara í efni

ÍAK styrktarþjálfun

Hraðar, hærra, Sterkar

ÍAK styrktarþjálfari er einstakt nám fyrir áhugafólk um styrktarþjálfun íþróttafólks á afreksstigi. Námið er mjög hagnýtt, hnitmiðað og skipulagt af íslenskum og erlendum sérfræðingum úr heimi styrktarþjálfunar. Nemendur útskrifast með viðurkenningu sem ÍAK styrktarþjálfarar.

Námið er sniðið til að mæta þörfum fólks sem hefur áhuga á að vinna með íþróttafólki. Einnig nýtist námið íþróttafólkinu sjálfu sem æfir undir eigin handleiðslu. Farið er ítarlega í gerð þjálfunaráætlana fyrir mismunandi þjálfunartímabil hvort sem er fyrir einstaklinga eða lið. Kennd verða hagnýt afkastagetupróf, mismunandi aðferðir lyftinga, upphitunaraðferðir fyrir æfingar og leiki, allt eftir eðli íþróttagreinar, og kraft-, hraða- og snerpuþjálfun. Einnig verður lögð áhersla á næringu íþróttafólks og starfsumhverfi styrktarþjálfara á Íslandi í samanburði við erlendan starfsvettvang.

Allir kennarar námsins hafa mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. Íslenskir sérfræðingar okkar hafa kennt við ÍAK námið við góðan orðstír. Erlendir sérfræðingar koma að nokkrum áföngum og færa með sér sérfræðiþekkingu úr rótgrónu umhverfi styrktarþjálfunar erlendis frá. 

 

Inntökuskilyrði

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi reynslu af íþróttum og líkamsrækt og séu í góðu líkamlegu formi. Þeir sem hafa lokið ÍAK einkaþjálfaranámi, háskólaprófi eða stúdentsprófi njóta forgangs í námið. Gerð er lágmarkskrafa um 18 ára aldur og 100 framhaldsskólaeiningar (sbr. hálft stúdentspróf).

Allir umsækjendur fara í inntökuviðtal hjá verkefnastjóra ÍAK og námsráðgjafa. Umsækjendur eru hvattir til að vanda umsókn og senda inn umbeðin gögn s.s. ferilskrá, afrit af skólaskírteini, persónulegt bréf og passaljósmynd. Í persónulegu bréfi sem óskað er eftir í umsókninni skal umsækjandi m.a. segja frá sjálfum sér, telja fram íþróttareynslu, segja frá hvers vegna sótt sé um námið og hvert markmiðið sé með því að sækja þetta nám. Öllum umsóknum er svarað. Athugið að fjöldatakmarkanir eru í námsbrautina.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi aðgang að líkamsræktaraðstöðu á meðan námi stendur til æfinga.

Umsækjendur með viðeigandi grunnmenntun s.s. ÍAK einkaþjálfarar, íþróttafræðingar, sjúkraþjálfarar og aðrir með viðeigandi grunnmenntun, geta sótt um að fá allt að haustönn metna. Opið er fyrir umsóknir í styrktarþjálfaranám á vorönn fyrir ÍAK einkaþjálfara, íþróttafræðinga eða sjúkraþjálfara. Sækja um.

Spyrjast fyrir um inntökuskilyrði

Samsetning og fyrirkomulag náms

Námið er kennt á tveimur önnum, haustönn og vorönn í fjarnámi með staðlotum sem fara fram um helgar, frá föstudegi til sunnudags. Staðlotur fara fram í húsnæði Keilis á Ásbrú og inn á heilsuræktarstöð. Athugið að mætingaskylda er í staðlotur. Heildar einingafjöldi námsins er 60 feiningar sem jafngilda amk 1080 klst vinnu nemenda. Allir nemendur þurfa að eiga kort í líkamsræktarstöð á meðan á námi í sérgreinum stendur.

 Fyrri önn sérgreina (haust)

Seinni önn sérgreina (vor) 

  • Styrktarþjálfun
  • Snerpu- og hraðaþjálfun
  • Afkastagetumælingar íþróttafólks
  • Hönnun æfingaáætlana  
  • Starfsumhverfi styrktarþjálfara
  • Íþróttameiðsli
  • Skyndihjálp

Spyrjast fyrir um fyrirkomulag og samsetningu náms

Markmið námsins

Markmið námsins er að skapa framúrskarandi styrktarþjálfar sem hafa hæfni til að búa til einstaklingsmiðaðar æfingaáætlanir fyrir íþróttamenn og lið með það að markmiði að hámarka getu þeirra og lágmarka hættu á meiðslum. Ásamt því að nemendur skilji samþættingu styrktarþjálfunar og íþróttaþjálfun einstaklinga úr ólikum íþróttagreinum.

Upplýsingar fyrir nemendur

Hér má nálgast ýmsar upplýsingar til nemenda s.s. skóladagatal, stundaskrá og bókalista. Birt með fyrirvara um breytingar.

 

Sækja um

 

ÍAK styrktarþjálfarinn er klárlega skemmtilegasta nám sem ég hef farið í en þar fékk ég kennslu frá mörgum virkilega góðum kennurum sem hafa góða reynslu og hæfni á sínu sviði. Reynslu sem hefur nýst mér virkilega mikið í minni þjálfun hvort sem það er í almennri líkamlegri þjálfun eða þegar ég vinn með íþróttafólki.

Bjarki Rúnar Sigurðsson - Styrktarþjálfari