Fara í efni

Umsagnir nemenda

Hér má sjá brot af þeim umsögnum sem útskrifaðir nemendur hafa veitt okkur í gegnum tíðina um nám við Heilsuakademíuna

Bjarki Rúnar Sigurðsson | ÍAK styrktarþjálfari

„ÍAK styrktarþjálfarinn er klárlega skemmtilegasta nám sem ég hef farið í en þar fékk ég kennslu frá mörgum virkilega góðum kennurum sem hafa góða reynslu og hæfni á sínu sviði. Reynslu sem hefur nýst mér virkilega mikið í minni þjálfun hvort sem það er í almennri líkamlegri þjálfun eða þegar ég vinn með íþróttafólki. Eftir að ég kláraði ÍAK námið hafa margar dyr opnast fyrir mér en ég hef meðal annars fengið að vinna sem styrktarþjálfari hjá KKÍ í U-20 kvenna og A-landsliðs kvenna. Einnig sé ég um styrktarþjálfun hjá meistaraflokki kvenna í körfu hjá Haukum ásamt nokkrum yngri flokkum, auk afreksskóla- og afreksviðs Hauka.”

Eyrún Linda Gunnarsdóttir | Fótaaðgerðafræði

„Draumur minn hefur alltaf verið að gerast sjálfstætt starfandi aðili með eigin rekstur. Fótaaðgerðafræði er heilbrigðisgrein sem höfðar til mín og gerir mér kleift að elta drauma mína. Ég er við þann mundinn að opna mína eigin stofu í Grafarvogi þar sem ég mun starfa við hliðina á öðrum fótaaðgerðafræðingi. Starfsstéttin er náin og ríkir góður andi þar. Námsfyrirkomulagið hentaði mér vel. Ég bý í Mosfellsbæ ásamt fjölskyldu minni, því hefur vendinám hentað afar vel til að geta unnið samhliða námi. Námið er krefjandi en jafnframt spennandi og fræðandi auk þess sem það passaði vel við mig og mitt áhugasvið. Tíminn leið hratt, ég eignaðist frábærar vinkonur og kynntist æðislegum kennurum og starfsfólki sem eru fagleg og stuðningsrík. Þó að skólagöngu sé lokið í þessu fagi þá er hægt að bæta í reynslubankann og sækja námskeið til að auka á færni sem eykur á fjölbreytni starfsins. Ég mæli eindregið með námi í fótaaðgerðafræði hjá Keili.”

Gunnar Stefán Pétursson | ÍAK einka- og styrktarþjálfari

„ÍAK námið hjálpaði mér gríðarlega mikið. Ég er bæði með réttindi sem ÍAK einka- og styrktarþjálfari. Allt frá því að ég kláraði námið 2016 (einkaþjálfarann) þá fóru hlutirnir af stað hjá mér. Hef unnið frá því 2017 í 100% starfi sem einkaþjálfari og er aðeins rétt að byrja og hefur verið nóg að gera hjá mér frá því ég byrjaði að þjálfa. Ég er núna þjálfari í World Class í fullu starfi og margt úr náminu nýtist mér enn þann daginn í dag.”

 „Styrktarþjálfararnámið hjálpaði mér að bæta við mig ýmsum tækniatriðum og að læra á mun ýtarlegri hluti hvað varðar styrkingu á íþróttarfólki, einnig hvernig uppsetning á prógrömmum, næringu og fleira. Einkaþjálfaranámið hefur sérstaklega mikið nýst mér við greiningu á fólki og hef ég náð að blanda hvoru tveggja vel saman til að gera mína þjálfun en betri.”

„Það sem reyndist mér einnig frábærlega í náminu var að hvernig ég ætti að koma mér á framfæri og að verðsetja mig eitthvað sem mörgum öðrum þjálfurum stundum skortir og mæta á markaðinn og halda að undirbjóða alla sé að fara virka, þessir aðilar endast ekki lengi sem þjálfarar, að hafa fengið fagaðila til að fara yfir ýmsa hluti hvað varðar bókhald, markaðsettningu og fleira reyndist mér dýrmætt í náminu eins og flest allt annað sem komið var inn á í öðrum fögum. Virkilega frábærir kennarar, starfsfólk og aðrir sem koma að þessu námi til að útskrifa alltaf flottari einstaklinga út úr því á hverju ári.”

Gisli Steinar Sverrisson | ÍAK einkaþjálfari

„Ég starfa sem einkaþjálfari og námskeiðakennari hjá Hress Heilsurækt í Hafnafirði. ÍAK námið náði að uppfylla allar mínar kröfur og var það ótrúlega skemtilegt að hafa fengið að vera partur af þessu flotta námi. Allir kennararnir voru mjög faglegir og aldrei var leiðinleg stund í tímum heldur voru alltaf krefjandi verkefni sem biðu okkar og maður vildi ólmur leysa. Námið náði að opna dyr fyrir mig í þjálfunarbransanum og nú er ég að þjálfa fólk og reyna að smita það af jákvæðni og áhuga um að koma hreyfingu inn í sýna daglegu rútínu og viðhalda henni eins lengi og hægt er.”

Sigga Lilja Gunnarsdóttir | ÍAK einkaþjálfari

„Ég hef alltaf haft rosalega mikinn áhuga á almennri heilsu og hreyfingu. Eitt af því skemmtilegasta sem ég veit um er að hreyfa mig og ég veit fátt betra en að gleyma mér á góðri æfingu. Þó svo að það sé frábært að sjá árangur líkamlega og bætingar í æfingum þá hefur hreyfing ekki síður áhrif á mig andlega. Þetta er eitthvað sem ég get ekki slept í daglegri rútínu.”

„Ég útskifaðist sumarið 2018 úr ÍAK einkaþjálfarnáminu hjá Keili. Mér fannst námið mjög fróðlegt og skemmtilegt. Það sem ég lærði í náminu hefur hjálpað mér alveg helling í starfi sem einkaþjálfari og nýtist mér bæði við þjálfun annarra og í minni eigin þjálfun. Ég hugsa mikið um góða líkamsstöðu í æfingunum og í daglegu lífi. Kúnnar fá frá mér spurningalista þar sem ég skoða sögu einstaklings, markmið, meiðsli, styrkleika og veikleika svo eitthvað sé nefnt sem nýtist mér svo í gerð minni á prógrömmum til þess að hámarka árangur viðkomandi. Ég skoða líkamsstöðu og geri hreyfigreiningar í einkaþjálfun þegar ég ákveð hvað ég vil leggja áherslu á í æfingum. Faglegt og skemmtilegt nám hjá ÍAK kenndi mér mjög mikið sem skilar sér núna til viðskiptavina minna.”

„Hægt og rólega hef ég verið að koma mér af stað við að vinna sem einkaþjálfari. Þetta er heilmikil vinna með uppeldi þriggja stelpna ásamt eiginmanni mínum. Ég er að vinna sem einkaþjálfari hjá Reebok fitness. Ég er með fólk bæði í einkaþjálfun og fjarþjálfun. Mig langar til þess að hjálpa fólki að koma hreyfingu inn í sitt daglega líf, þannig að fólk hafi gaman af, finni fyrir jákvæðum breytingum með bættri heilsu og það verði hluti af lífinu. Ég hlakka til framtíðarinnar og langar að bæta ennfrekar við þekkingu mína í heilsufræðum.” 

Við lítum svo á að öll endurgjöf sé jákvæð og ekkert svo fullkomið að ekki megi bæta. Nemendur okkar leggja á okkur mikið traust og við viljum standa undir þeirri ábyrgð. Því leitum við að tækifærum til vaxtar í þeim upplifunum sem þeir deila með okkur.

Segðu okkur frá þinni upplifun af Heilsuakademíunni