Fara í efni

Námsgjöld

Hér fyrir neðan má finna námsgjöld Heilsuakademíunnar.

Athugið að allar upphæðir eru endurskoðaðar árlega.

ÍAK einkaþjálfaranám 

Nám í ÍAK einkaþjálfun er góð fjárfesting fyrir þá sem vilja gera einkaþjálfun að aðalstarfi, aukastarfi eða einfaldlega fjárfesta til framtíðar í góðri þekkingu á líkamsþjálfun og heilbrigðum lífstíl.

  • Heildar námsgjöld fyrir námsárið 2023 - 2024 eru 680.000kr.
  • Við inngöngu í námið er gefinn út reikningur fyrir staðfestingargjaldi kr. 75.000. Athugið að staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt.
  • Áður en námið hefst er síðan sendur út reikningur fyrir fyrri önninni, kr. 265.000. Þá er sendur út reikningur fyrir seinni önninni í lok fyrri annar, kr. 340.000.

ÍAK einkaþjálfaranámið er lánshæft hjá Menntasjóði íslenskra námsmanna. Öll samskipti við Menntasjóðinn eru á ábyrgð nemenda.

 

Kynna mér ÍAK einkaþjálfaranám

ÍAK styrktarþjálfaranám

ÍAK útskrifaðir einkaþjálfarar, íþróttafræðingar og sjúkraþjálfarar sem hafa þegar lokið áföngum er jafngilda grunnáföngum íAK styrktarþjálfara og geta sótt um að fá inngöngu beint í sérhæfingu ÍAK styrktarþjálfara. Nám í ÍAK styrktarþjálfun er góð fjárfesting fyrir þá sem vilja gera styrktarþjálfun að aðalstarfi, aukastarfi eða einfaldlega fjárfesta til framtíðar í góðri þekkingu á líkamsjálfun og bæta eigin frammistöðu í íþróttum.

  • Heildar námsgjöld veturinn 2023 - 2024 fyrir fullt nám eru kr. 636.000.
  • Við inngöngu í námið er gefinn út reikningur fyrir staðfestingargjaldi kr. 75.000. Athugið að staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt. 
  • Áður en námið hefst er síðan sendur út reikningur fyrir fyrri önninni, kr. 243.000. Þá er sendur úr reikningur fyrir seinni önninni í lok fyrri annar, kr. 318.000
  • Verð fyrir eina önn sem sérhæfingu (án grunnnáms) er kr. 318.000.

Boðið er upp á kortalán og umsækjendur eru hvattir til að kanna námskeiðsstyrki hjá sínum stéttarfélögum og íþróttafélögum.

Kynna mér ÍAK styrktarþjálfaranám

Fótaaðgerðafræði

Skólagjöldin fyrir nám sem hefst í ágúst 2023 er 795.000 kr. fyrir önnina og gildir fyrir allt bóklegt og verklegt nám sem kennt er í Keili. Heildar skólagjöld fyrir þrjár annir eru því 2.385.000 kr. og eru námsbækur, vinnufatnaður og ýmis áhöld innifalin.Bólusetningar eru ekki innifaldar í skólagjöldum (sjá nánar í kafla um inntökuskilyrði). Athugið að staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt.

Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Öll samskipti við Menntasjóðinn eru algerlega á ábyrgð nemenda.

Kynna mér nám í fótaaðgerðafræði

Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeildar og Tannlæknadeildar HÍ

Námskeiðsgjald í Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeildar veturinn 2023 - 2024 er 98.000 kr. 

Nánari upplýsingar um námskeiðið 

Almenn verðskrá Keilis vegna vottorða, prófa o.fl.