Fara í efni

Verðskrá

Heilsuakademían býður fjölbreytt úrval náms á sviði heilsu og íþrótta. Hér að neðan má finna verðskrá skólans fyrir námsframboð hans. Allar upphæðir eru endurskoðaðar árlega miðað við þróun vísitalna og annarra þátta sem hafa áhrif á rekstur skólans. Tölur og dagsetningar settar fram með fyrirvara um villur.

Hafa samband 

ÍAK einkaþjálfaranám

Nám í ÍAK einkaþjálfun er góð fjárfesting fyrir þá sem vilja gera einkaþjálfun að aðalstarfi, aukastarfi eða einfaldlega fjárfesta til framtíðar í góðri þekkingu á líkamsþjálfun og hollum lífstíl.

 • Heildar námsgjöld fyrir námsárið 2021 - 2022 eru 654.000kr.
 • Við inngöngu í námið er gefinn út reikningur fyrir staðfestingargjaldi kr. 75.000.
 • Áður en námið hefst er síðan sendur út reikningur fyrir fyrri önninni, kr. 252.000. Þá er sendur út reikningur fyrir seinni önninni í lok fyrri annar, kr. 327.000.

ÍAK einkaþjálfaranámið er lánshæft hjá Menntasjóði íslenskra námsmanna. Öll samskipti við Menntasjóðinn eru á ábyrgð nemenda.

Innifalið í námsgjöldum

Innifalið í námsgjöldum er aðgangur að Sporthúsinu í Reykjanesbæ og Kópavogi og einnig í allar stöðvar World Class á meðan á námi stendur, þó að hámarki eitt námsár.

Kynna mér ÍAK einkaþjálfaranám

ÍAK styrktarþjálfaranám

ÍAK útskrifaðir einkaþjálfarar, íþróttafræðingar og sjúkraþjálfarar sem hafa þegar lokið áföngum er jafngilda grunnáföngum íAK styrktarþjálfara og geta sótt um að fá inngöngu beint í sérhæfingu ÍAK styrktarþjálfara. Nám í ÍAK styrktarþjálfun er góð fjárfesting fyrir þá sem vilja gera styrktarþjálfun að aðalstarfi, aukastarfi eða einfaldlega fjárfesta til framtíðar í góðri þekkingu á líkamsjálfun og bæta eigin frammistöðu í íþróttum.

 • Heildar námsgjöld fyrir fullt nám eru kr. 610.500
 • Við inngöngu í námið er gefinn út reikningur fyrir staðfestingargjaldi kr. 75.000. Áður en námið hefst er síðan sendur út reikningur fyrir fyrri önninni, kr. 230.250 Þá er sendur úr reikningur fyrir seinni önninni í lok fyrri annar, kr. 305.250
 • Verð fyrir eina önn sem sérhæfingu* (án grunnnáms) er kr. 305.250

Boðið er upp á kortalán og umsækjendur eru hvattir til að kanna námskeiðsstyrki hjá sínum stéttarfélögum og íþróttafélögum.

Innifalið í námsgjöldum

Innifalið í námsgjöldum er aðgangur að heilsuræktarstöðvum World Class og Sporthússins á meðan námi stendur að hámarki einn vetur.

Kynna mér ÍAK styrktarþjálfaranám

Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

Skólagjöld fyrir námsárið 2021 - 2022 eru 1.458.000 kr.

Þegar umsókn er samþykkt, fær umsækjandinn reikning að upphæð 75.000 kr. sem er óendurkræft skráningargjald og dregst sú upphæð frá námsgjöldum haustannar. Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.

Innifalið í skólagjöldum er aðgangur að sérhæfðu búnaði fyrir verklega áfanga, ásamt ferðum og gistingu á meðan á verklegum áfögnum stendur. Námsgjöldin ná ekki yfir gistingu og uppihaldi á meðan á bóklegum áföngum stendur eða þegar áfangar eru kenndir í og við Keili.

Kynna mér Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

Fótaaðgerðafræði

Skólagjöldin frá og með janúar 2019 eru kr. 745.000 kr. fyrir önnina og gildir fyrir allt bóklegt og verklegt nám sem kennt er í Keili. Heildar skólagjöld fyrir þrjár annir eru 2.235.000 kr. og eru námsbækur, vinnufatnaður og ýmis áhöld innifalin.

Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Öll samskipti við Menntasjóðinn eru algerlega á ábyrgð nemenda.

Kynna mér nám í fótaaðgerðafræði

Undirbúningur fyrir inntökupróf

Námskeiðsgjald í Undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknis- og sjúkraþjálfarafræði eru 75.000 kr.

Kynna mér undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf 

Vinnuverndarnámskeið

Innifalið í námskeiðisgjöldum eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum.

 • Áhættumat: 20.900 kr.
 • Brúkrananámskeið: 14.900 kr.
 • Einelti og áreitni - Stefna og viðbragðsáætlun: 14.900 kr.
 • Grunnnámskeið Vinnuvéla: 68.900 kr.
 • Heit vinna - Logaleyfi: 15.900 kr.
 • Hreinlæti og sóttvarnir á vinnustöðum: 11.900 kr.
 • Hættuleg efni: 11.900 kr.
 • Skipskrananámskeið: 25.000 kr.
 • Verkstjóranámskeið: 14.900 kr.
 • Vinna í hæð - Fallvarnir: 14.900 kr.
 • Vinna í lokuðu rými: 11.900 kr.
 • Vinnuslys: 16.900 kr.
 • Vinnuvernd 101: 12.900 kr.
 • Vinnuverndarnámskeið fyrir stjórnendur: 11.900 kr.
 • Vinnuverndarstarf á skrifstofu: 15.900 kr.
 • Öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir byggingarvinnustaði: 19.900 kr.
 • Öryggismenning: 14.900 kr.
 • Öryggisnámskeið fyrir starfsfólk í fiskvinnslu: 15.900 kr.
 • Öryggisnámskeið fyrir stjórnendur í fiskvinnslu: 29.900 kr.
 • Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir: 34.900 kr.

Umsækjendur eru hvattir til að kanna námskeiðsstyrki hjá sínum stéttarfélögum, vinnuveitanda eða Vinnumálastofnun eftir því sem við á.

Kynna mér námsframboð Vinnuverndarskóla Íslands