Fara í efni

Fréttir

Fimm ráð fyrir fjarvinnu

Samkomubann og lágmörkun starfsemi innan veggja fyrirtækja hefur sett mörg okkar í þá ókunnu stöðu að vinna heima. Einhverjir sjá slíka tilbreytingu í hyllingum, huggulegar stundir með kertaljós og fartölvuna í kjöltunni, meðan aðrir hafa áhyggjur af því að koma litlu í verk sökum skorts á formfestu. Báðar sýnir eiga rétt á sér en hvorug er án galla. Við höfum því tekið saman fimm ráð til þess að viðhalda virkni, heilbrigði og vellíðan á meðan fjarvinnu stendur.
Lesa meira

Upplýsingar til nemenda Íþróttaakademíunnar vegna samkomubanns

Vegna samkomubanns á Íslandi sökum COVID-19 mun engin kennsla fara fram í húsnæði Keilis frá og með miðnætti 16. mars til mánudagsins 13. apríl að öllu óbreyttu.
Lesa meira

Námskeiðum frestað vegna samkomubanns

Námskeiðum Vinnuverndarskóla Íslands hefur verið frestað á meðan samkomubann stendur yfir eða frá og með 16. mars til og með mánudeginum 13. apríl að öllu óbreyttu.
Lesa meira

Hádegisfyrirlestrar Vinnuverndarskóla Íslands

Vinnuverndarskóli Íslands og Keilir í samstarfi við hina ýmsu aðila býður upp á fyrirlestraröð um hina ýmsu þætti sem koma að öryggi og heilsu á vinnustöðum. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn í dag, 9. mars, en í honum verður farið yfir helstu þætti sem þurfa að vera í lagi á öllum vinnustöðum.
Lesa meira

Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði

Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði verður næst haldið miðvikudaginn 4. mars í húsnæði Rafmenntar í Reykjavík.
Lesa meira

Námskeið Vinnuverndarskólans á næstunni

Vinnuverndarskóli Íslands býður upp á sveigjanlega og skilvirka vinnuverndarfræðslu sem lagar sig að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig. Leiðbeinendur búa yfir áralangri reynslu af vinnuverndarfræðslu og byggja námskeiðin á nýstárlegum kennsluháttum Keilis.
Lesa meira

Frí einkaþjálfun hjá nemendum ÍAK

Nemendur í ÍAK einkaþjálfaranámi bjóða einstaklingum upp á fría einkaþjálfun í allt að fimm skipti á tímabilinu 23. mars – 1. maí 2020.
Lesa meira

Við komum til þín

Þjónusta Vinnuverndarskóla Íslands miðar að því að laga sig að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig. Leiðbeinendur skólans geta flutt námskeið okkar hvar á landinu sem er til viðbótar við fastanámskeið í Reykjavík og Reykjanesbæ. Við bjóðum einnig aukna þjónustu þar sem sérfræðingur okkar heimsækir vinnustaðinn og undirbýr námskeiðið í samráði við öryggisnefnd eða fulltrúa vinnustaðarins.
Lesa meira

Fjallamennska í Morgunblaðinu

Í Morgunblaði dagsins birtist skemmtilegt viðtal við Garðar Hrafn Sigurjónsson, en Garðar kennir fjallamennsku í Leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku við Keili.
Lesa meira

Dietmar Wolf heldur staðlotu í ÍAK styrktarþjálfaranámi

Dietmar Wolf heldur staðlotu í ÍAK styrktarþjálfaranámi Keilis um þessar mundir. Wolf hefur um áraraðir gegnt stöðu aðalráðgjafa norska kraftlyftingasambandsins ásamt því að hafa sinnt starfi yfirþjálfara norska landsliðsins í kraftlyftingum í um 21 ár. Í dag starfar Wolf sem yfirþjálfari þýska landsliðsins.
Lesa meira